Fótbolti

Mun hafna Liverpool fyrir Real Madrid

Atli Arason skrifar
Aurelien Tchouameni hefur leikið 10 landsleiki fyrir stjörnu prýtt lið Frakklands þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall. 
Aurelien Tchouameni hefur leikið 10 landsleiki fyrir stjörnu prýtt lið Frakklands þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall.  Getty Images

Aurélien Tchouaméni, leikmaður Monaco, er nálægt því að skrifa undir samkomulag við Real Madrid um að leika með liðinu á næsta tímabili.

Tchouaméni er eini leikmaðurinn sem hefur byrjað inn á í báðum leikjum heimsmeistara Frakka í landsliðsglugganum til þessa. Hann er einn heitasti bitinn á félagaskiptamarkaðinum í sumar og hefur verið orðaður við fjölda félaga og þar á meðal Liverpool. Jurgen Klopp er mikill aðdáandi þessa leikmanns sem getur leyst af allar stöður á miðjunni. 

Einhverjir miðlar greina frá því að leikmaðurinn hafi náð samkomulagi við Liverpool. Ítalski fjölmiðlamaðurinn og félagaskipta sérfræðingurinn Fabrizio Romano segir þó að Tchouaméni muni hafna Liverpool en samkvæmt honum vill leikmaðurinn sjálfur fara til Real Madrid. Tchouaméni hefur þó neitað að tjá sig um framtíðina sína í fjölmiðlum.

„Tchouaméni setur félagaskipti til Real í forgang. Nú er þetta undir félögunum tveimur komið, sem eru að ræða kaupverðið,“ skrifaði Romano á Twitter.

Talið er að Monaco vilji fá 100 milljónir evra fyrir leikmanninn en Real Madrid hefur lagt fram kauptilboð upp á 80 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×