„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 14:51 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í stöðuna á bráðamóttökunni. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. Logi nýtti tækifærið sem gafst í óundirbúnum fyrirspurnartíma til að spyrja Bjarna út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans. Vísaði hann þar í fréttir undanfarna vikna um að staðan þar væri sérstaklega þung. Vísaði hann í viðtal við hjúkrunarfræðinginn Soffíu Steingrímsdóttur sem sagði upp störfum á bráðamóttökunni á dögunum vegna langvarandi álags. Í ræðustól Alþingis vísaði Logi einnig í umsögn Landspítalans við Fjármálaáætlun 2023-2027, þar sem forsvarsmenn spítalans vöktu athygli á því að miðað við áætlaða heildarhækkun fjárveitinga, á bilinu 1,0 prósent til 2,0 prósent, myndi spítalinn eiga í miklum áskorunum með að mæta þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir, líkt og það er orðað í umsögninni. „Þess vegna langar mig að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra hvort að það sé ekki full ástæða til þess að endurskoða fjármálaáætlun í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans og ætla spítalanum meira fé,“ spurði Logi. Ekki svo einfalt mál „Því er haldið fram hér að með því að láta Landspítalann fá aukið fjármagn þá leysist öll okkar vandamál. Ég held að málið sé því miður ekki svo einfalt,“ svaraði Bjarni. Sagði Bjarni að ekki væri hægt að leysa ástandið á bráðamóttökunni nema með að bæta mönnun og tryggja það að fólk sem ætti ekki að liggja þar inni, fengi rými annars staðar. Mönnunarvandinn yrði hins vegar ekki leystur með auknum fjármunum. Ýmislegt hafi verið gert til að reyna að fjölga rýmum annars staðar í kerfinu, en erfiðlega hafi reynst að manna þau. „Þannig að fjármagnið hefur verið til staðar en okkur hefur ekki tekist að fá fólk til að sinna plássunum.“ Sakaði hann Loga um að reyna að fella pólitískar keilur með fyrirspurninni. „Það er eflaust í pólitískum tilgangi dálítið freistandi að koma með þessa einföldu mynd, spyrja fjármálaráðherrann: Geturðu ekki bara mokað peningum í vandann og þá hverfur vandamálið? En það er því miður ekki svona,“ sagði Bjarni. „Það hefur alls ekki skort fjármagnið. Það er víða annars staðar þar sem við þurfum að ráðast að rót vandans.“ Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. 30. maí 2022 21:46 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Logi nýtti tækifærið sem gafst í óundirbúnum fyrirspurnartíma til að spyrja Bjarna út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans. Vísaði hann þar í fréttir undanfarna vikna um að staðan þar væri sérstaklega þung. Vísaði hann í viðtal við hjúkrunarfræðinginn Soffíu Steingrímsdóttur sem sagði upp störfum á bráðamóttökunni á dögunum vegna langvarandi álags. Í ræðustól Alþingis vísaði Logi einnig í umsögn Landspítalans við Fjármálaáætlun 2023-2027, þar sem forsvarsmenn spítalans vöktu athygli á því að miðað við áætlaða heildarhækkun fjárveitinga, á bilinu 1,0 prósent til 2,0 prósent, myndi spítalinn eiga í miklum áskorunum með að mæta þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir, líkt og það er orðað í umsögninni. „Þess vegna langar mig að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra hvort að það sé ekki full ástæða til þess að endurskoða fjármálaáætlun í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans og ætla spítalanum meira fé,“ spurði Logi. Ekki svo einfalt mál „Því er haldið fram hér að með því að láta Landspítalann fá aukið fjármagn þá leysist öll okkar vandamál. Ég held að málið sé því miður ekki svo einfalt,“ svaraði Bjarni. Sagði Bjarni að ekki væri hægt að leysa ástandið á bráðamóttökunni nema með að bæta mönnun og tryggja það að fólk sem ætti ekki að liggja þar inni, fengi rými annars staðar. Mönnunarvandinn yrði hins vegar ekki leystur með auknum fjármunum. Ýmislegt hafi verið gert til að reyna að fjölga rýmum annars staðar í kerfinu, en erfiðlega hafi reynst að manna þau. „Þannig að fjármagnið hefur verið til staðar en okkur hefur ekki tekist að fá fólk til að sinna plássunum.“ Sakaði hann Loga um að reyna að fella pólitískar keilur með fyrirspurninni. „Það er eflaust í pólitískum tilgangi dálítið freistandi að koma með þessa einföldu mynd, spyrja fjármálaráðherrann: Geturðu ekki bara mokað peningum í vandann og þá hverfur vandamálið? En það er því miður ekki svona,“ sagði Bjarni. „Það hefur alls ekki skort fjármagnið. Það er víða annars staðar þar sem við þurfum að ráðast að rót vandans.“
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. 30. maí 2022 21:46 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30
Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36
„Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00
Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. 30. maí 2022 21:46
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49