Innlent

Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skaftáreldahraun.
Skaftáreldahraun. Upplifdu.is

Fimm náttúru­verndar­sam­tök á­samt hópi land­eig­enda í grennd við Hverfis­fljót í Skaft­ár­hreppi hafa kært á­kvörðun sveitar­stjórnar Skaft­ár­hrepps um að gefa út fram­kvæmda­leyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfis­fljóti.

Frá þessu greinir Fréttablaðið en í umfjöllun blaðsins segir að samtökin sem um ræðir séu Land­vernd, Eld­vötn-sam­tök um náttúru­vernd í Skaft­ár­hreppi, Náttúru­verndar­sam­tök Suður­lands, Náttúru­verndar­sam­tök Ís­lands og Ungir um­hverfis­sinnar. 

Kært er til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála en í kærunni segir meðal annars að virkjunin myndi fela í sér brot á náttúru­verndar­lögum þar sem eld­hraunum, fossum og víð­ernum sem njóta verndar verði spillt. 

Þá yrðu lög um um­hverfis­mat og út­gáfu fram­kvæmda­leyfis brotin þar eð ekki yrði tekið til­lit til afar nei­kvæðs á­lits Skipu­lags­stofnunar, sem sagði meðal annars að ekki hefði verið sýnt fram á brýna nauðsyn framkvæmdarinnar.

„Í kærunni segir að Núpa­hrauni, Skaft­ár­elda­hrauni og fossa­röðinni í Lamb­haga og Faxa yrði raskað, en þessi svæði njóti sér­stakrar verndar með lögum um náttúru­vernd," segir að lokum í blaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×