Kári heldur áfram að láta landsliðið heyra það: „Hvað næst? Dimmalimm?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 13:32 Kári Árnason í einum af sínum 90 A-landsleikjum. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason - fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings og sérfræðingur Viaplay, hefur verið duglegur að láta íslenska A-landsliðið heyra það undanfarið. Á því varð engin breyting er Ísland marði San Marínó. Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael. Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53
Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20