Ísak frétti rétt fyrir leik af hjartaáfalli blóðpabba síns og brá þegar hann fann sjálfur verk Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2022 14:46 Ísak Snær Þorvaldsson var mættur til æfinga í Víkinni í hádeginu. vísir/arnar Það var gott hljóð í Ísak Snæ Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni Bestu deildarinnar í fótbolta, í Víkinni í dag þó að aðeins væru tveir dagar síðan að hann fór þaðan í sjúkrabíl vegna brjóstverkja. Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti