Viðskipti innlent

Bryn­hildur hættir sem upp­lýsinga­full­trúi Rauða krossins

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Brynhildur er að hætta hjá Rauða krossinum en það er spurning hvert hún fer.
Brynhildur er að hætta hjá Rauða krossinum en það er spurning hvert hún fer. Rauði krossinn

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, er að hætta eftir fimm ár í starfi sínu. Þar áður starfaði hún sem verk­efna­stjóri hjá Rauða krossinum svo ákvörðunin markar endalok áralangs tímabils. Það er ekki ljóst hvert hún fer næst.

Rauði krossinn birti í fyrradag, 8. júní, auglýsingu fyrir kynningar- og fjöl­miðla­full­trúa í fjáröflunar- og kynningarsvið félagsins. Þar kemur fram að starfið feli í sér þátttöku í markaðsstarfi, samskiptum við fjölmiðla og eflingu á helstu fjár­öflunar­leiðum Rauða krossins. 

Starfstitillinn er ekki sá sami og hjá Brynhildi en af verkefnalýsingunni má greina að um sama starf er að ræða.

Brynhildur staðfesti síðan í símtali við blaðamann að það væri verið að auglýsa hennar starf þar sem hún væri að hætta hjá Rauða krossinum. Hún var hins vegar ekki tilbúin að gefa upp hvert hún væri að fara að svo stöddu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×