Stjórn Festar segist hafa haft frumkvæði að starfslokum Eggerts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2022 17:34 Eggert Þór mun láta af störfum 1. ágúst næstkomandi. Festi Festi hf. hafði forgöngu að samtali við Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar, um starfslok hans á fimmtudag í síðustu viku. Félagið segir starfslok hans ekki tengjast Þórði Má Jóhannssyni, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Kauphöllinni barst tilkynning um það fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu hjá Festi lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Síðan þá hafa sögur þess efnis að Eggert hafi ekki haft frumkvæði að starfslokum sínum verið á kreiki og Festi nú staðfest það. „Stjórn Festi hf. hafði forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans fimmtudaginn 2. júní 2022. Við þær aðstæður óskað forstjói eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hagsmuni sjálfs síns og félagsins í huga. Var fallist á þá málaleitan og náðust samningar samdægurs á milli félagsins og forstjóra um starfslok hans eins og tilkynning til kauphallar þann dag með sér,“ segir í tilkynningu sem stjórn Festar sendi Kauphöllinni um málið nú síðdegis. Stóð til að ræða við Vítalíu um starfslok Eggerts Kauphöllin hóf skoðun á málinu með upplýsingaskyldu félaga á markaði að leiðarljósi en forstjóri Kauphallarinnar hefur lítið viljað segja um þá skoðun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði forstjórinn ætlað að ræða við Vítalíu Lazarevu, sem kært hefur Þórð Má fyrrverandi stjórnarformann Festar og tvo aðra menn til lögreglu fyrir kynferðisbrot, um starfslok Eggerts. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Festar að stjórnin standi við ákvörðun sína og segir að félagið standi nú á tímamótum eftir mörg ár af uppbyggingu og mótum. Þá segir jafnframt að starfslok Eggerts tengist ekki málum Þórðar Más, fyrrverandi stjórnarformanns Festar. „Tenging þessa máls við mál fyrrverandi stjórnarformanns, aðdraganda afsagnar hans, og fleiri vangaveltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum og er vísað algjörlega á bug.“ Mál Vítalíu Lazarevu Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kauphöllinni barst tilkynning um það fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu hjá Festi lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Síðan þá hafa sögur þess efnis að Eggert hafi ekki haft frumkvæði að starfslokum sínum verið á kreiki og Festi nú staðfest það. „Stjórn Festi hf. hafði forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans fimmtudaginn 2. júní 2022. Við þær aðstæður óskað forstjói eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hagsmuni sjálfs síns og félagsins í huga. Var fallist á þá málaleitan og náðust samningar samdægurs á milli félagsins og forstjóra um starfslok hans eins og tilkynning til kauphallar þann dag með sér,“ segir í tilkynningu sem stjórn Festar sendi Kauphöllinni um málið nú síðdegis. Stóð til að ræða við Vítalíu um starfslok Eggerts Kauphöllin hóf skoðun á málinu með upplýsingaskyldu félaga á markaði að leiðarljósi en forstjóri Kauphallarinnar hefur lítið viljað segja um þá skoðun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði forstjórinn ætlað að ræða við Vítalíu Lazarevu, sem kært hefur Þórð Má fyrrverandi stjórnarformann Festar og tvo aðra menn til lögreglu fyrir kynferðisbrot, um starfslok Eggerts. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Festar að stjórnin standi við ákvörðun sína og segir að félagið standi nú á tímamótum eftir mörg ár af uppbyggingu og mótum. Þá segir jafnframt að starfslok Eggerts tengist ekki málum Þórðar Más, fyrrverandi stjórnarformanns Festar. „Tenging þessa máls við mál fyrrverandi stjórnarformanns, aðdraganda afsagnar hans, og fleiri vangaveltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum og er vísað algjörlega á bug.“
Mál Vítalíu Lazarevu Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41
Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34