Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 20:22 Niceair tilkynnti fyrr í dag að öllu Bretlandsflugi flugfélagsins í júní hefði verið aflýst. Vísir/Tryggvi Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“ Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira