Hann greindi frá því á Instagram að andlit hans væri lamað öðru megin. Hann hefði greinst með svo kallað Ramsay Hunt heilkenni sem er taugasjúkdómur.
Sjúkdómurinn leggst aðallega á andlit og þá sérstaklega munn og eyru.
Veiran sem veldur sjúkdómnum heitir Varicella Zoster og veldur einnig hlaupabólu hjá börnum og ristli hjá fullorðnu fólki.
Bieber sýndi 240 milljón aðdáendum sínum á Instaram hvernig hann gæti ekki blikkað öðru auganu.
Sjúkdómurinn læknast yfirleitt með lyfjagjöf á um viku en í einhverjum tilvikum geta einkennin orðið varanleg.