Sandra Sigurðardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir taka hanskana með sér út og munu sjá um að verja íslenska markið.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sif Atladóttir eru varnarmenn liðsins.
Fulltrúar miðsvæðisins eru þær Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi; Sara Björk Gunnarsdóttir.
Að lokum eiga þær Agla María Albertsdóttir, Amanda Andradóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elín Metta Jensen, Svava Rós Guðmundsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir að sjá um markaskorunina í fremstu víglínu.
👀 Hópurinn fyrir EM 2022.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2022
👇 Our squad for the @UEFAWomensEURO #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/POHUITTlXc
Evrópumótið hefst þann 6. júlí og klárast með úrslitaleik á Wembley þann 31. júlí. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Belgíu þann 10. júlí, en Ísland er einnig með Ítalíu og Frakklandi í riðli.
Ísland mætir Ítölum þann 14. júlí og seinasti leikur liðsins í riðlakeppninni er gegn Frökkum fjórum dögum síðar.
Markverðir:
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Bayern München)
Telma Ívarsdóttir (Breiðablik)
Varnarmenn:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München)
Guðný Árnadóttir (AC Milan)
Guðrún Arnardóttir (Rosengård)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Kalmar)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga)
Sif Atladóttir (Selfoss)
Miðjumenn:
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Dagný Brynjarsdóttir (West Ham)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Orlando Pride)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Bayern München)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon)
Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg)
Sóknarmenn:
Agla María Albertsdóttir (Häcken)
Amanda Andradóttir (Kristianstad)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Brann)
Elín Metta Jensen (Valur)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Brann)
Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg)