Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. júní 2022 07:01 Gyða Guðmundsdóttir er nýráðin sérfræðingur samfélagsþjónustu hjá AECO samtökum útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum og er fyrsti Íslendingurinn til að starfa fyrir þau samtök. Vísir/Iona Sjöfn „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. Gyða er staðsett í Kaupmannahöfn og það er gaman að heyra hvernig það kom til, að ung íslensk kona leiddist út í heim skemmtiferðaskipa í útlöndum og á Íslandi. Enda heill heimur út af fyrir sig að kynnast. „Við erum að vinna að stefnumótun fyrir AECO á Íslandi en í grófum dráttum felst mitt starf í því að byggja upp tengsl milli útgerðanna og heimafólks á Íslandi. Að sjá til þess að óskir heimafólks séu virtar og að samtal um þessa ferðaþjónustu eigi sér stað í hverju bæjarfélagi. Leiðangursskipin krefjast ekki jafn mikilla innviða og stærri skemmtiferðaskip, svo hér eru einnig mikil tækifæri fyrir landeigendur að þróa þjónustu við skipin.“ Sá draumavinnustaðinn fyrir sér Þegar Gyða var í námi í Kaupmannahöfn bjó hún til lista í huganum yfir draumavinnustaði sem hana myndi langa að vinna á. Hátt á þeim lista, var Wonderful Copenhagen, sem líkja má við Höfuðborgarstofu - Visit Reykjavík því starf Wonderful Copenhagen felst í að byggja upp og kynna Kaupmannahöfn sem áfangastað fyrir ferðamenn. Svo heppin var Gyða að í skólanum var starfsnám tvisvar hluti af náminu hennar. Í fyrra skiptið starfaði hún hjá Höfuðborgarstofu í Reykjavík en í síðari skiptið hjá Wonderful Copenhagen og þá einmitt í skemmtiferðaskipadeildinni hjá Crusie Baltic. „Þar opnaðist heimur skemmtiferðaskipa fyrir mér, en ég vissi í raun ekkert um þau þegar ég byrjaði.“ Og svona lýsir Gyða heimi skemmtiferðaskipa: Hann er spennandi, dýnamískur og risa stór. Leiðangursskipin heilluðu mig strax, þetta eru minni skip sem leggja áherslu á áfangastaði og náttúruupplifanir, á meðan hin hefðbundnu skemmtiferðaskip eru miklu stærri og skipin eru áfangastaðurinn í sjálfu sér.“ Fyrst eftir nám fór Gyða að starfa fyrir áfangastaði og hafnir í Eystrasaltshafinu en árið 2016 opnaðist tækifæri á Íslandi. Það var staða hjá Gáru, sem umboðsmaður fyrir skemmtiferðaskip. Gyða var komin í samband þá með dönskum manni, Jon Fabius Feldung, en skötuhjúin ákváðu að stökkva á tækifærið og flytja til Íslands. Þar var bara brett um ermarnar og ég hoppaði beint út í bullandi „vertíð“. Ég fékk smá áfall, en líka adrenalín, að vera hluti af hvirfilbylnum. Þetta íslenska brjálæði, þegar það er vertíð, þá er bara unnið náttanna á milli,“ segir Gyða og vísar til þess að á þessum tíma var ferðaþjónustan á Íslandi á blússandi siglingu þar sem komum skemmtiferðaskipa fjölgaði meðal annars um og yfir 20% í mörg ár í röð. Gyða segir þá velgengni sem einkenndi íslenska ferðaþjónustu þó ekki sjálfgefna. „Svona mikill árlegur vöxtur er heljarinnar átak að tækla. Ekki síst þar sem vöxturinn er svona árstíðarbundinn eins og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi þekkja vel.“ Gyða viðurkennir að hafa fengið smá áfall þegar hún stökk fyrst inn í heim skemmtiferðaskipa sem hún segir hafa verið mikla vertíð og jafnvel unnið allar nætur ef þess þurfti. Enda ferðaþjónustan þá á blússandi siglingu á Íslandi.Vísir/Iona Sjöfn Ævintýrið hélt áfram Enn eitt tækifærið gafst síðan þegar Gyða fékk starf hjá dótturfyrirtæki Eimskip, North Atlantic Agency (NAA). „Þar tók ég fljótlega við framkvæmdastjórastarfinu og tókst að byggja upp ímynd og auka fjölda aðila að samtökunum. Það var frábær og lærdómsríkur tími, þar sem ég fékk líka tækifæri til að starfa eitt sumar í Nuuk.“ Gyða og Jon voru þá nýbúin að eignast soninn Hálfdan Júlíus en ákváðu að láta slag standa og flytja til Nuuk. „Sem var ógleymanleg upplifun og reynsla sem nýtist mér mikið í dag. En það var einmitt í starfi mínu hjá NAA sem ég fór á fyrstu ráðstefnu og ársfund AECO.“ AECO eru óhagnaðardrifin hagsmunasamtök fyrir leiðangursskipa á Norðurslóðum. Gyða segist hafa áttað sig á því strax á þessum fyrsta ársfundi sem hún sat hjá AECO að þarna var hún að kynnast alveg nýjum heimi. Því áður hafði hún oft sótt stórar skemmtiferðaskipasýningar, til dæmis við Miðjarðarhafið, í Hamborg og á Miami. En á þessum ársfundi AECO upplifði hún eitthvað allt annað en hún hafði upplifað áður. „Hér var fólk komið saman til að vinna að sameiginlegri hugsjón um farþegasiglingar í hæsta gæðaflokki, með sjálfbærni, öryggi og náttúruvernd að leiðarljósi. Það var eitthvað öðruvísi við þátttakendurna, þau höfðu heimsótt norður og suðurpól, voru drifin áfram af ótæmandi ævintýraþrá og tilbúin að leggja samkeppnisskóna til hliðar til þess að tryggja að allir meðlimir væru að fara eftir sömu reglum,“ segir Gyða og bætir við: „Því þessar leiðangursskipa-útgerðir eru auðvitað í virkri samkeppni um að selja ferðir á norður og suðurskaut, en þau vita líka að ef náttúran og heimamenn eru ekki virt, þá verða engar ferðir til að selja.“ Ný hugsun og ný tækifæri Þegar Gyðu bauðst það tækifæri að fara að starfa já AECO, fann hún strax að starfið var rétt skref fyrir hana að taka. „Í nýju vinnunni hjá AECO líður mér eins og ég sé akkúrat þar sem ég á að vera. Mín reynsla og hæfni nýtist í starfið. Ég vinn í vel samsettu teymi sem veitir mér innblástur í hagsmunasamtökum sem eru rekin af hugsjón, ævintýra þrá og djúpstæðri virðingu fyrir náttúrunni.“ Svo heppin er Gyða að starfa í frábærri aðstöðu á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, sem er einkar vel staðsett í borginni og er meira að segja í sama húsi og Sendiráð Íslands, Grænlands og Færeyja og þar starfa líka Norðurslóðaleiðin og Visit Greenland. Alls starfa níu manns hjá AECO og þótt starfsmennirnir séu staðsettir í Noregi, Grænlandi og í Danmörku, er fyrirkomulagið til að hittast og spjalla sem teymi mjög gott. En það er ekki aðeins þessi hópur sem myndar alþjóðlega stemningu í teyminu því til hópsins telst einnig fólk sem starfar á Íslandi, í Kanada og í Argentínu. Við erum með kerfi sem virkar þannig að við erum með Check-in á mánudögum þar sem við förum yfir vikuna sem er framundan. Á miðvikudögum erum við með Walkie-talkie þar sem allir fara í 45 mínútna gönguferð og tala um allt milli himins og jarðar. Loks er Check-out á föstudögum þar sem farið er yfir hvað gekk vel í vikunni.“ Gyða segir vinnuandann góðan enda samanstandi hópurinn af einstaklega hæfu fólki, þar sem allir eru einhvern veginn á réttum stað en eins líka vegna þess að starfið allt endurspeglar vel gildi AECO. Samstaðan er líka mikil hjá hópnum. „Ég þarf ekki að vita eða kunna allt, heldur er ég hluti af teymi sem leysir verkefnin í sameiningu.“ Gyða er sjálf heilluð af leiðangursskipum sem hún segir vera smærri en hefðbundin skemmtiferðaskip og öðruvísi því ferðir leiðangursskipa byggja mikið á til dæmis upplifun náttúru og samfélaga, á meðan skemmtiferðaskipin eru í raun áfangastaðurinn sjálfur.Vísir/Iona Sjöfn Stolt að vinna með Íslandi Gyða segir AECO hagsmunasamtök sem leggi áherslu á að sýna vilja í verki og tryggja að meðlimir í félaginu standi við þau viðmið, leiðbeiningar og kröfur sem settar hafa verið fram. Og ýmis umhverfisvæn verkefni má segja að séu frekar skemmtileg eða óhefðbundin. Eins og það að gestir skemmtiferðaskipa týni rusl í fjörum. „Við höfum til dæmis þróað Ovrat, víðamikið snjall forrit sem “Expedition leader” um borð á skipunum nota til að ná í upplýsingar og leiðbeiningar en einnig deila reynslu til næsta skips. Þarna getum við komið leiðbeiningum frá yfirvöldum eða landeigendum beint til skipanna, segir Gyða og bætir við: „Ég er að dusta rykið af verkefni sem heitir Clean Up Iceland, sem fór í dvala í Covid, sem felst í því að gestir á leiðangursskipum fara í fjörur og tína rusl.“ Fyrir helgina fóru einnig í loftið staðbundnir leiðarvísar á Ísafirði, Húsavík, Djúpavogi, Patreksfirði, Hrísey og Grímsey sem kollegi Gyðu hefur þróað í samstarfi við bæjarbúa á þessum stöðum. „Það er nefnilega þannig að samfélagsþátttaka er eina leiðin til að viðhalda og byggja upp leiðangursskipasiglingar á Íslandi.“ Fljótlega er ætlunin að fara í hringferð um Ísland þar sem AECO mun standa fyrir bæjarfundum, hlusta á skoðanir fólks og kynna þær hugmyndir sem AECO er með. „Eins og ég sé það þá eru leiðangursskipin frábær leið til að dreifa ferðafólki betur um landið. Einnig fyrir þá aðila, hvort sem er landeigendur eða minni sjávarpláss að taka á móti og byggja upp þjónustu í kring um þessi skip. Ísland hefur uppá svo margt að bjóða, það má alltaf auka „vöruúrvalið“ og hleypa nýjum að.“ Frá því að Gyða tók við nýja starfinu hefur hún líka verið mikið að funda með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni og stjórnsýslunni á Íslandi. „Bæði til að heilsa uppá gamla tengiliði eftir fæðingarorlof og segja þeim frá nýju stöðunni en líka við aðila sem ég var ekki í sambandi við fyrir.“ Gyða og sambýlismaður hennar Jon eiga tvö lítil börn. Gyða hefur verið búsett í Kaupmannahöfn með hléum frá 2010 og segir það gott meðal við heimþránni að geta unnið með Íslendingum. Vísir/Iona Sjöfn Íslensk-dönsk fjölskylda og þetta reddast Gyða hefur búið í Kaupmannahöfn með hléum frá árinu 2010. Hún segir heimþránna alltaf til staðar, þótt henni líki lífið vel í Danmörku. Að hafa það tækifæri í vinnunni að starfa með fólki á Íslandi segir hún frábært meðal fyrir heimþránna. Að sitja kannski á fjarfundi í Kaupmannahöfn og tala við einhvern sem situr og horfir á bryggjuna á Sauðárkróki nefnir hún sem dæmi. Gyða segir það auðvitað smá púsluspil að byggja upp heimili og fjölskyldu sem er í raun íslensk-dönsk. Hún líti þó á það sem forréttindi og finnst hún heppin að eiga tvö lönd sem hún getur kallað ,,heima“ eða tvö tungumál. „Að ala upp börn sem tilheyra tveimur löndum, það krefst auðvitað aukinnar vinnu að láta þetta ganga upp en er klárlega þess virði þegar öllu er á botninn hvolft. Það er alltaf einhver sem maður saknar, en maður á líka þeim mun meira,“ segir Gyða en árið 2021 fæddist þeim Joni dóttirin Árelía Juno. Gyða segist búa yfir blöndu af innri Dana og innri Íslending. Hún tekur dæmi: „Mér finnst frábært að geta boðið í vöfflukaffi á Íslandi með 2 tíma fyrirvara og 15 gestir mæta, en það er líka afar ljúft að vita hvað við fjölskyldan erum að fara að gera á mánudaginn í viku 36.“ En Gyða segir það einmitt svo skemmtilegan kost að geta valið það besta eða skemmtilegasta úr hvorum menningarheimi fyrir sig. Í vinnu segist hún þó oft vera mjög týpískur Íslendingur. Ég er algjör Íslendingur hvað það varðar að töfrarnir gerast oftast 15 mínútum fyrir deadline, áður en fundurinn byrjar eða rétt áður en ég stíg á svið, þegar það er komið létt eftirvæntingar spenna í magann og adrenalínið flæðir um líkamann. Þá hugsa ég skýrt og veit nákvæmlega hvað ég á að gera, þá smella síðustu glærurnar saman, og ég man eftir lykilpunktunum sem ég ætla að segja.“ Gyða segist þakklát fyrir það traust og þau tækifæri sem henni hafa gefist í starfi og starfsframa. Þar segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa hreinlega tekið ákvörðun um að stökkva á þau tækifæri sem hafa boðist, þegar þau hafa komið upp. Auðvitað hafi það stundum þýtt að hún hafi fengið smá fiðrildi í magann og verið smá óttaslegin með hvað hún væri að koma sér í. En svo sannarlega hafi þessi stefna borgað sig. „Ég tengi mikið við orðatiltækið heppni er þegar undirbúningur hittir tækifæri,“ segir Gyða og bætir við í léttum tóni að hún gefi öllu því fólki tíu stig í einkunn, sem fattar úr hvaða mynd þetta orðatiltæki er. „En ég er líka mjög meðvituð um að ég nýt mikilla forréttinda.“ Umbeðin um góð ráð til að gefa öðrum segir Gyða: „Það mikilvægasta sem ég hef lært er virk hlustun og samkennd með þeim sem þú ert að vinna með; að geta sett sig í spor þeirra sem eru annar skoðunar er þú, er mikilvægasta skrefið í að komast að sameiginlegri niðurstöðu.“ Starfsframi Íslendingar erlendis Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 „Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. 9. maí 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Gyða er staðsett í Kaupmannahöfn og það er gaman að heyra hvernig það kom til, að ung íslensk kona leiddist út í heim skemmtiferðaskipa í útlöndum og á Íslandi. Enda heill heimur út af fyrir sig að kynnast. „Við erum að vinna að stefnumótun fyrir AECO á Íslandi en í grófum dráttum felst mitt starf í því að byggja upp tengsl milli útgerðanna og heimafólks á Íslandi. Að sjá til þess að óskir heimafólks séu virtar og að samtal um þessa ferðaþjónustu eigi sér stað í hverju bæjarfélagi. Leiðangursskipin krefjast ekki jafn mikilla innviða og stærri skemmtiferðaskip, svo hér eru einnig mikil tækifæri fyrir landeigendur að þróa þjónustu við skipin.“ Sá draumavinnustaðinn fyrir sér Þegar Gyða var í námi í Kaupmannahöfn bjó hún til lista í huganum yfir draumavinnustaði sem hana myndi langa að vinna á. Hátt á þeim lista, var Wonderful Copenhagen, sem líkja má við Höfuðborgarstofu - Visit Reykjavík því starf Wonderful Copenhagen felst í að byggja upp og kynna Kaupmannahöfn sem áfangastað fyrir ferðamenn. Svo heppin var Gyða að í skólanum var starfsnám tvisvar hluti af náminu hennar. Í fyrra skiptið starfaði hún hjá Höfuðborgarstofu í Reykjavík en í síðari skiptið hjá Wonderful Copenhagen og þá einmitt í skemmtiferðaskipadeildinni hjá Crusie Baltic. „Þar opnaðist heimur skemmtiferðaskipa fyrir mér, en ég vissi í raun ekkert um þau þegar ég byrjaði.“ Og svona lýsir Gyða heimi skemmtiferðaskipa: Hann er spennandi, dýnamískur og risa stór. Leiðangursskipin heilluðu mig strax, þetta eru minni skip sem leggja áherslu á áfangastaði og náttúruupplifanir, á meðan hin hefðbundnu skemmtiferðaskip eru miklu stærri og skipin eru áfangastaðurinn í sjálfu sér.“ Fyrst eftir nám fór Gyða að starfa fyrir áfangastaði og hafnir í Eystrasaltshafinu en árið 2016 opnaðist tækifæri á Íslandi. Það var staða hjá Gáru, sem umboðsmaður fyrir skemmtiferðaskip. Gyða var komin í samband þá með dönskum manni, Jon Fabius Feldung, en skötuhjúin ákváðu að stökkva á tækifærið og flytja til Íslands. Þar var bara brett um ermarnar og ég hoppaði beint út í bullandi „vertíð“. Ég fékk smá áfall, en líka adrenalín, að vera hluti af hvirfilbylnum. Þetta íslenska brjálæði, þegar það er vertíð, þá er bara unnið náttanna á milli,“ segir Gyða og vísar til þess að á þessum tíma var ferðaþjónustan á Íslandi á blússandi siglingu þar sem komum skemmtiferðaskipa fjölgaði meðal annars um og yfir 20% í mörg ár í röð. Gyða segir þá velgengni sem einkenndi íslenska ferðaþjónustu þó ekki sjálfgefna. „Svona mikill árlegur vöxtur er heljarinnar átak að tækla. Ekki síst þar sem vöxturinn er svona árstíðarbundinn eins og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi þekkja vel.“ Gyða viðurkennir að hafa fengið smá áfall þegar hún stökk fyrst inn í heim skemmtiferðaskipa sem hún segir hafa verið mikla vertíð og jafnvel unnið allar nætur ef þess þurfti. Enda ferðaþjónustan þá á blússandi siglingu á Íslandi.Vísir/Iona Sjöfn Ævintýrið hélt áfram Enn eitt tækifærið gafst síðan þegar Gyða fékk starf hjá dótturfyrirtæki Eimskip, North Atlantic Agency (NAA). „Þar tók ég fljótlega við framkvæmdastjórastarfinu og tókst að byggja upp ímynd og auka fjölda aðila að samtökunum. Það var frábær og lærdómsríkur tími, þar sem ég fékk líka tækifæri til að starfa eitt sumar í Nuuk.“ Gyða og Jon voru þá nýbúin að eignast soninn Hálfdan Júlíus en ákváðu að láta slag standa og flytja til Nuuk. „Sem var ógleymanleg upplifun og reynsla sem nýtist mér mikið í dag. En það var einmitt í starfi mínu hjá NAA sem ég fór á fyrstu ráðstefnu og ársfund AECO.“ AECO eru óhagnaðardrifin hagsmunasamtök fyrir leiðangursskipa á Norðurslóðum. Gyða segist hafa áttað sig á því strax á þessum fyrsta ársfundi sem hún sat hjá AECO að þarna var hún að kynnast alveg nýjum heimi. Því áður hafði hún oft sótt stórar skemmtiferðaskipasýningar, til dæmis við Miðjarðarhafið, í Hamborg og á Miami. En á þessum ársfundi AECO upplifði hún eitthvað allt annað en hún hafði upplifað áður. „Hér var fólk komið saman til að vinna að sameiginlegri hugsjón um farþegasiglingar í hæsta gæðaflokki, með sjálfbærni, öryggi og náttúruvernd að leiðarljósi. Það var eitthvað öðruvísi við þátttakendurna, þau höfðu heimsótt norður og suðurpól, voru drifin áfram af ótæmandi ævintýraþrá og tilbúin að leggja samkeppnisskóna til hliðar til þess að tryggja að allir meðlimir væru að fara eftir sömu reglum,“ segir Gyða og bætir við: „Því þessar leiðangursskipa-útgerðir eru auðvitað í virkri samkeppni um að selja ferðir á norður og suðurskaut, en þau vita líka að ef náttúran og heimamenn eru ekki virt, þá verða engar ferðir til að selja.“ Ný hugsun og ný tækifæri Þegar Gyðu bauðst það tækifæri að fara að starfa já AECO, fann hún strax að starfið var rétt skref fyrir hana að taka. „Í nýju vinnunni hjá AECO líður mér eins og ég sé akkúrat þar sem ég á að vera. Mín reynsla og hæfni nýtist í starfið. Ég vinn í vel samsettu teymi sem veitir mér innblástur í hagsmunasamtökum sem eru rekin af hugsjón, ævintýra þrá og djúpstæðri virðingu fyrir náttúrunni.“ Svo heppin er Gyða að starfa í frábærri aðstöðu á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, sem er einkar vel staðsett í borginni og er meira að segja í sama húsi og Sendiráð Íslands, Grænlands og Færeyja og þar starfa líka Norðurslóðaleiðin og Visit Greenland. Alls starfa níu manns hjá AECO og þótt starfsmennirnir séu staðsettir í Noregi, Grænlandi og í Danmörku, er fyrirkomulagið til að hittast og spjalla sem teymi mjög gott. En það er ekki aðeins þessi hópur sem myndar alþjóðlega stemningu í teyminu því til hópsins telst einnig fólk sem starfar á Íslandi, í Kanada og í Argentínu. Við erum með kerfi sem virkar þannig að við erum með Check-in á mánudögum þar sem við förum yfir vikuna sem er framundan. Á miðvikudögum erum við með Walkie-talkie þar sem allir fara í 45 mínútna gönguferð og tala um allt milli himins og jarðar. Loks er Check-out á föstudögum þar sem farið er yfir hvað gekk vel í vikunni.“ Gyða segir vinnuandann góðan enda samanstandi hópurinn af einstaklega hæfu fólki, þar sem allir eru einhvern veginn á réttum stað en eins líka vegna þess að starfið allt endurspeglar vel gildi AECO. Samstaðan er líka mikil hjá hópnum. „Ég þarf ekki að vita eða kunna allt, heldur er ég hluti af teymi sem leysir verkefnin í sameiningu.“ Gyða er sjálf heilluð af leiðangursskipum sem hún segir vera smærri en hefðbundin skemmtiferðaskip og öðruvísi því ferðir leiðangursskipa byggja mikið á til dæmis upplifun náttúru og samfélaga, á meðan skemmtiferðaskipin eru í raun áfangastaðurinn sjálfur.Vísir/Iona Sjöfn Stolt að vinna með Íslandi Gyða segir AECO hagsmunasamtök sem leggi áherslu á að sýna vilja í verki og tryggja að meðlimir í félaginu standi við þau viðmið, leiðbeiningar og kröfur sem settar hafa verið fram. Og ýmis umhverfisvæn verkefni má segja að séu frekar skemmtileg eða óhefðbundin. Eins og það að gestir skemmtiferðaskipa týni rusl í fjörum. „Við höfum til dæmis þróað Ovrat, víðamikið snjall forrit sem “Expedition leader” um borð á skipunum nota til að ná í upplýsingar og leiðbeiningar en einnig deila reynslu til næsta skips. Þarna getum við komið leiðbeiningum frá yfirvöldum eða landeigendum beint til skipanna, segir Gyða og bætir við: „Ég er að dusta rykið af verkefni sem heitir Clean Up Iceland, sem fór í dvala í Covid, sem felst í því að gestir á leiðangursskipum fara í fjörur og tína rusl.“ Fyrir helgina fóru einnig í loftið staðbundnir leiðarvísar á Ísafirði, Húsavík, Djúpavogi, Patreksfirði, Hrísey og Grímsey sem kollegi Gyðu hefur þróað í samstarfi við bæjarbúa á þessum stöðum. „Það er nefnilega þannig að samfélagsþátttaka er eina leiðin til að viðhalda og byggja upp leiðangursskipasiglingar á Íslandi.“ Fljótlega er ætlunin að fara í hringferð um Ísland þar sem AECO mun standa fyrir bæjarfundum, hlusta á skoðanir fólks og kynna þær hugmyndir sem AECO er með. „Eins og ég sé það þá eru leiðangursskipin frábær leið til að dreifa ferðafólki betur um landið. Einnig fyrir þá aðila, hvort sem er landeigendur eða minni sjávarpláss að taka á móti og byggja upp þjónustu í kring um þessi skip. Ísland hefur uppá svo margt að bjóða, það má alltaf auka „vöruúrvalið“ og hleypa nýjum að.“ Frá því að Gyða tók við nýja starfinu hefur hún líka verið mikið að funda með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni og stjórnsýslunni á Íslandi. „Bæði til að heilsa uppá gamla tengiliði eftir fæðingarorlof og segja þeim frá nýju stöðunni en líka við aðila sem ég var ekki í sambandi við fyrir.“ Gyða og sambýlismaður hennar Jon eiga tvö lítil börn. Gyða hefur verið búsett í Kaupmannahöfn með hléum frá 2010 og segir það gott meðal við heimþránni að geta unnið með Íslendingum. Vísir/Iona Sjöfn Íslensk-dönsk fjölskylda og þetta reddast Gyða hefur búið í Kaupmannahöfn með hléum frá árinu 2010. Hún segir heimþránna alltaf til staðar, þótt henni líki lífið vel í Danmörku. Að hafa það tækifæri í vinnunni að starfa með fólki á Íslandi segir hún frábært meðal fyrir heimþránna. Að sitja kannski á fjarfundi í Kaupmannahöfn og tala við einhvern sem situr og horfir á bryggjuna á Sauðárkróki nefnir hún sem dæmi. Gyða segir það auðvitað smá púsluspil að byggja upp heimili og fjölskyldu sem er í raun íslensk-dönsk. Hún líti þó á það sem forréttindi og finnst hún heppin að eiga tvö lönd sem hún getur kallað ,,heima“ eða tvö tungumál. „Að ala upp börn sem tilheyra tveimur löndum, það krefst auðvitað aukinnar vinnu að láta þetta ganga upp en er klárlega þess virði þegar öllu er á botninn hvolft. Það er alltaf einhver sem maður saknar, en maður á líka þeim mun meira,“ segir Gyða en árið 2021 fæddist þeim Joni dóttirin Árelía Juno. Gyða segist búa yfir blöndu af innri Dana og innri Íslending. Hún tekur dæmi: „Mér finnst frábært að geta boðið í vöfflukaffi á Íslandi með 2 tíma fyrirvara og 15 gestir mæta, en það er líka afar ljúft að vita hvað við fjölskyldan erum að fara að gera á mánudaginn í viku 36.“ En Gyða segir það einmitt svo skemmtilegan kost að geta valið það besta eða skemmtilegasta úr hvorum menningarheimi fyrir sig. Í vinnu segist hún þó oft vera mjög týpískur Íslendingur. Ég er algjör Íslendingur hvað það varðar að töfrarnir gerast oftast 15 mínútum fyrir deadline, áður en fundurinn byrjar eða rétt áður en ég stíg á svið, þegar það er komið létt eftirvæntingar spenna í magann og adrenalínið flæðir um líkamann. Þá hugsa ég skýrt og veit nákvæmlega hvað ég á að gera, þá smella síðustu glærurnar saman, og ég man eftir lykilpunktunum sem ég ætla að segja.“ Gyða segist þakklát fyrir það traust og þau tækifæri sem henni hafa gefist í starfi og starfsframa. Þar segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa hreinlega tekið ákvörðun um að stökkva á þau tækifæri sem hafa boðist, þegar þau hafa komið upp. Auðvitað hafi það stundum þýtt að hún hafi fengið smá fiðrildi í magann og verið smá óttaslegin með hvað hún væri að koma sér í. En svo sannarlega hafi þessi stefna borgað sig. „Ég tengi mikið við orðatiltækið heppni er þegar undirbúningur hittir tækifæri,“ segir Gyða og bætir við í léttum tóni að hún gefi öllu því fólki tíu stig í einkunn, sem fattar úr hvaða mynd þetta orðatiltæki er. „En ég er líka mjög meðvituð um að ég nýt mikilla forréttinda.“ Umbeðin um góð ráð til að gefa öðrum segir Gyða: „Það mikilvægasta sem ég hef lært er virk hlustun og samkennd með þeim sem þú ert að vinna með; að geta sett sig í spor þeirra sem eru annar skoðunar er þú, er mikilvægasta skrefið í að komast að sameiginlegri niðurstöðu.“
Starfsframi Íslendingar erlendis Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 „Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. 9. maí 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. 9. maí 2022 07:01