„Þetta er fúlt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 12:24 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Niceair. Vísir/Tryggvi Páll Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið. Fyrsta ferð félagsins til London var farin föstudaginn 3. júní. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Komið hefur í ljós að félaginu barst símtal frá breskum yfirvöldum tíu mínútum eftir brottför, þar sem félaginu var tjáð að það mætti lenda í Bretlandi en ekki flytja farþega þaðan til Íslands. Félagið tíundaði ástæðurnar í fréttatilkynningu sem gefin var út á föstudaginn síðasta, þar sem félagið greindi frá því að fella þurfti niður ferðir félagsins til London út júní, eða þangað til niðurstaða fæst í málið. Þorvaldur Lúðvík var mættur á Sprengisand í Bylgjunni þar sem hann var beðinn um að útskýra þetta nánar. Raunar hafði Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi þáttarins, orð á því að hann skildi ekki alveg hverjar ástæðurnar væru fyrir þeim vandkvæðum sem verið hafa á Lundúnarfluginu. „Ég er ekkert hissa á því að það vefjist fyrir þér að skilja, því að það vefst fyrir okkur líka,“ sagði Þorvaldur Lúðvík. Hann er nokkuð gagnrýninn á breska stjórnsýslu og málsmeðferð hennar. „Við erum með útgefnar heimildir, lendingarheimildir, flugheimildir, hvar sem er, dagsett 26. maí. Það er sú vitneskja sem við höfum þegar við förum í loftið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Tíu mínútum síðar barst örlagaríkt símtal á skrifstofu Niceair þar sem félaginu er tjáð að það megi lenda í Bretlandi en ekki taka með sér farþega heim. „Við hváum auðvitað hvers vegna þess sé og það kemur bara að skýringar muni koma síðar,“ sagði Þorvaldur Lúðvík. Vísir hefur áður fjallað um skýringarnar sem bárust. Næsta flug til London var á dagskrá síðastliðinn föstudag og segir Þorvaldur Lúðvík að unnið hafi verið hörðum höndum að því að færa breskum yfirvöldum lausnir sem gætu leyst málið. Þær voru sendar út síðastliðinn fimmtudag. „En þá fannst Bretunum full nálægt helgi til þess að taka afstöðu til málsins og okkur var nauðugur einn kostur að fella niður flug því ekki bárust svör.“ Hann segir málið hafa komið stjórnendum Niceair í opna skjöldu því að ekkert í viðræðum við bresk yfirvöld í samningaviðræðum um lendingaleyfi hafi gefið til kynna að þetta vandamál sem nú er komið upp, gæti komið upp. „Þetta er fúlt. Við skulum ekkert fara í kringum það. Og ofsalega óvænt fyrir okkur, “ segir hann. „Það hringir einhver, ekkert skriflegt. Þetta er bara mjög furðulegt. Og sérkennileg stjórnsýsla.“ Hann reiknar þó ekki með öðru en að fundin verði lausn á málinu. „Ég á bara von á því að þetta leysist á góðan hátt.“ Niceair Bretland Neytendur Brexit Fréttir af flugi Akureyri Samgöngur Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. 10. júní 2022 20:22 Niceair aflýsir öllu Bretlandsflugi í júní Norðlenska flugfélagið Niceair mun aflýsa fyrirhuguðum ferðum félagsins frá Akureyri til Bretlands í júní. 10. júní 2022 12:27 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fyrsta ferð félagsins til London var farin föstudaginn 3. júní. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Komið hefur í ljós að félaginu barst símtal frá breskum yfirvöldum tíu mínútum eftir brottför, þar sem félaginu var tjáð að það mætti lenda í Bretlandi en ekki flytja farþega þaðan til Íslands. Félagið tíundaði ástæðurnar í fréttatilkynningu sem gefin var út á föstudaginn síðasta, þar sem félagið greindi frá því að fella þurfti niður ferðir félagsins til London út júní, eða þangað til niðurstaða fæst í málið. Þorvaldur Lúðvík var mættur á Sprengisand í Bylgjunni þar sem hann var beðinn um að útskýra þetta nánar. Raunar hafði Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi þáttarins, orð á því að hann skildi ekki alveg hverjar ástæðurnar væru fyrir þeim vandkvæðum sem verið hafa á Lundúnarfluginu. „Ég er ekkert hissa á því að það vefjist fyrir þér að skilja, því að það vefst fyrir okkur líka,“ sagði Þorvaldur Lúðvík. Hann er nokkuð gagnrýninn á breska stjórnsýslu og málsmeðferð hennar. „Við erum með útgefnar heimildir, lendingarheimildir, flugheimildir, hvar sem er, dagsett 26. maí. Það er sú vitneskja sem við höfum þegar við förum í loftið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Tíu mínútum síðar barst örlagaríkt símtal á skrifstofu Niceair þar sem félaginu er tjáð að það megi lenda í Bretlandi en ekki taka með sér farþega heim. „Við hváum auðvitað hvers vegna þess sé og það kemur bara að skýringar muni koma síðar,“ sagði Þorvaldur Lúðvík. Vísir hefur áður fjallað um skýringarnar sem bárust. Næsta flug til London var á dagskrá síðastliðinn föstudag og segir Þorvaldur Lúðvík að unnið hafi verið hörðum höndum að því að færa breskum yfirvöldum lausnir sem gætu leyst málið. Þær voru sendar út síðastliðinn fimmtudag. „En þá fannst Bretunum full nálægt helgi til þess að taka afstöðu til málsins og okkur var nauðugur einn kostur að fella niður flug því ekki bárust svör.“ Hann segir málið hafa komið stjórnendum Niceair í opna skjöldu því að ekkert í viðræðum við bresk yfirvöld í samningaviðræðum um lendingaleyfi hafi gefið til kynna að þetta vandamál sem nú er komið upp, gæti komið upp. „Þetta er fúlt. Við skulum ekkert fara í kringum það. Og ofsalega óvænt fyrir okkur, “ segir hann. „Það hringir einhver, ekkert skriflegt. Þetta er bara mjög furðulegt. Og sérkennileg stjórnsýsla.“ Hann reiknar þó ekki með öðru en að fundin verði lausn á málinu. „Ég á bara von á því að þetta leysist á góðan hátt.“
Niceair Bretland Neytendur Brexit Fréttir af flugi Akureyri Samgöngur Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. 10. júní 2022 20:22 Niceair aflýsir öllu Bretlandsflugi í júní Norðlenska flugfélagið Niceair mun aflýsa fyrirhuguðum ferðum félagsins frá Akureyri til Bretlands í júní. 10. júní 2022 12:27 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. 10. júní 2022 20:22
Niceair aflýsir öllu Bretlandsflugi í júní Norðlenska flugfélagið Niceair mun aflýsa fyrirhuguðum ferðum félagsins frá Akureyri til Bretlands í júní. 10. júní 2022 12:27
Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00