Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 12:29 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira