Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 21:42 Hildur Sverrisdóttir hefur fengið þingmenn úr öllum flokkum með sér í lið. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún. Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira