Í lífstíðarfangelsi eftir að hún lét skáldsögu sína verða að veruleika Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 09:24 Nancy Crampton Brophy í dómssal í apríl. Hún hefur verið fundin sek um annarrar gráðu morð. AP/The Oregonian/Dave Killen Höfundur sögu sem titluð er Hvernig á að myrða eiginmann þinn var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn fyrir að drepa eiginmann sinn í Portland í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira