Vandræði Englendinga halda áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 20:33 Roland Sallai skoraði tvö fyrir Ungverja í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu er enn án sigurs í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir 0-4 tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. Roland Sallai kom Ungverjum yfir strax á 16. mínútu leiksins eftir vel útfærða aukaspyrnu sem Englendingum mistókst að hreinsa frá marki. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Roland Sallai var svo aftur á ferðinni þegar hann skoraði annað mark sitt og annað mark Ungverja á 70. mínútu leiksins eftir stungusendingu frá Martin Adam. Það var svo Zsolt Nagy sem gerði endanlega út um leikinn með marki rétt rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Englendingar fóru úr öskunni í eldinn skömmu eftir þriðja markið þegar John Stones fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir litlar sakir. Daniel Gazdag virtist þá einfaldlega hlaupa á öxlina á Stones, en sá síðarnefndi fékk að fjúka. Daniel Gazdag átti eftir að koma meira við sögu, en hann stráði salti í sár Englendinga þegar hann skoraði fjórða og seinasta mark Ungverja á 89. mínútu. Niðurstaðan varð því 0-4 sigur Ungverja sem nú tróna á toppi riðilsins með sjö stig eftir fjóra leiki. Englendingar reka hins vegar lestina með tvö stig og hafa ekki enn unnið leik. Þjóðadeild UEFA
Enska landsliðið í knattspyrnu er enn án sigurs í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir 0-4 tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. Roland Sallai kom Ungverjum yfir strax á 16. mínútu leiksins eftir vel útfærða aukaspyrnu sem Englendingum mistókst að hreinsa frá marki. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Roland Sallai var svo aftur á ferðinni þegar hann skoraði annað mark sitt og annað mark Ungverja á 70. mínútu leiksins eftir stungusendingu frá Martin Adam. Það var svo Zsolt Nagy sem gerði endanlega út um leikinn með marki rétt rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Englendingar fóru úr öskunni í eldinn skömmu eftir þriðja markið þegar John Stones fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir litlar sakir. Daniel Gazdag virtist þá einfaldlega hlaupa á öxlina á Stones, en sá síðarnefndi fékk að fjúka. Daniel Gazdag átti eftir að koma meira við sögu, en hann stráði salti í sár Englendinga þegar hann skoraði fjórða og seinasta mark Ungverja á 89. mínútu. Niðurstaðan varð því 0-4 sigur Ungverja sem nú tróna á toppi riðilsins með sjö stig eftir fjóra leiki. Englendingar reka hins vegar lestina með tvö stig og hafa ekki enn unnið leik.