„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 14:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist opin fyrir því að loka Reynisfjöru tímabundið, þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. vísir/vilhelm „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“ Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“
Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira