Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%.

Þá fylgjumst við með fundahöldum á Alþingi en atkvæðagreiðsla um Rammaáætlun er að hefjast. Þá styttist óðum í þinglok, sem verða þá væntanlega í kvöld eða í fyrramálið. 

Einnig ræðum við við hagfræðing hjá  Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem segir að leiguverð hér á landi hafi ekki mælst lægra að raunvirði í lengri tíma. 

Einnig tökum við stöðuna á 17. júní sem nálgast óðfluga en mikið verður um dýrðir í borginni vegna hans að þessu sinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×