Hafrannsóknastofun kynnti ráðgjöf sína varðandi aflamark fyrir á þriðja tug stofna fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Um lækkun aflamarks þorsks segir að lækkunina nú megi rekja til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni í fyrra miðað við undanfarin ár og innbyggðrar sveiflujöfnunar í aflareglu.
„Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi.
Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62 219 tonn sem er 23 % hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar frá 2019 og 2020.
Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8 % frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 71 300 tonn.“
Að neðan má sjá tillögur um hámarksafla fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 eftir stofnum.
