Erlent

Vaktin: Leið­togar Evrópu­þjóðanna vilja Úkraínu í ESB

Bjarki Sigurðsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Valdhafarnir frá Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Rúmeníu ávörpuðu blaðamenn eftir að hafa skoðað bæinn Irpin í nágrenni Kænugarðs.
Valdhafarnir frá Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Rúmeníu ávörpuðu blaðamenn eftir að hafa skoðað bæinn Irpin í nágrenni Kænugarðs. getty

Þrír valdamestu leiðtogar Evrópusambandsins, forseti Frakklands, kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Ítalíu mættu í heimsókn til Kænugarðs í nótt til að ræða við Volodomir Selenskí Úkraínuforseta.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Leiðtogar stærstu evrópuríkjanna funduðu með Zelenzky í dag og sögðust á blaðamannafundi styðja við inngöngu Úkraínu í ESB.
  • Í samtali við Reuters fréttaveituna sagði Emmanuel Macron að í bænum Irpin sæi hann ummerki stríðsglæpa og voðaverka.
  • Jens Soltenberg, framkvæmdastjóri Nato, þvertekur fyrir að hafa ögrað Rússa til innrásarinnar í Úkraínu.
  • Að minnsta kosti þrír óbreyttir borgarar létust í loftárás rússneska hersins á bæinn Lysychansk í austurhluta Úkraínu. 
  • Ekkert hefur heyrst frá tveimur bandarískum hermönnum sem fóru til Úkraínu að berjast í stríðinu. Hvíta húsið fylgist með málinu.
  • Dmitry Peskov, talsmaður Kremlin, segir að Rússar og Bandaríkjamenn verði að ræða að framlengja START-sáttmálann sem gerður var á milli ríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira
×