Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:00 Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans útilokar ekki að Seðlabankinn grípi til frekari aðgerða til að reyna að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn og ofþenslu þar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01