Ísold Uggadóttir er Borgarlistamaður Reykjavíkur 2022 Atli Ísleifsson skrifar 17. júní 2022 14:46 Skúli Helgason, Ísold Uggadóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Aðsend/Róbert Reynisson Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra, Borgarlistamann Reykjavíkur 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að útnefningin sé heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hafi skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. „Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, gerði grein fyrir vali ráðsins á Ísold. Listakonunni var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og verðlaunafé og hljómsveitin Los Bomboneros flutti nokkur vel valin lög við tilefnið. Ísold er fædd árið 1975 og ólst upp í Reykjavík, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hún flutti til New York árið 2001 og hóf nám hjá Tisch School of the Arts en að námi loknu hóf hún störf við klippingu heimildamynda þar í borg, samhliða sköpun eigin verka, aðallega stuttmynda, sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Árið 2008 hóf hún meistaranám í handritagerð og leikstjórn við Columbia háskóla í New York og útskrifaðist með láði vorið 2011. Klippa: Andið eðlilega - sýnishorn Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega var frumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíð árið 2018, en þar var Ísold valin besti leikstjóri í flokki alþjóðlegra leikinna kvikmynda. Í kjölfarið hefur Andið eðlilega verið sýnd um allan heim og hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, m.a. FIPRESCI verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda á Gautaborgarhátíðinni, auk þess að vera útnefnd af BFI (British Film Institute) sem eitt þeirra verka eftir kvikmyndaleikstýru sem álitið er “must-see”. Andið eðlilega var tilnefnd til níu Eddu verðlauna og var sýnd um allan heim, m.a. á Netflix streymisveitunni. Ísold hefur leikstýrt fjórum stuttmyndum; Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar unnu til verðlauna víða um heim og voru sýndar á hundruðum hátíða; svo sem á Sundance og Telluride, auk Lincoln Center og á MoMA safninu í New York. Í verkum sínum fjallar Ísold gjarnan um fólk á jaðrinum, mannlegan breyskleika og ósjaldan um konur í krísu. Hún hefur lagt megináherslu á samfélagsleg viðfangsefni á borð við flóttamannamál, fátækt, fíkn og hinsegin sögur. Um þessar mundir vinnur Ísold að kvikmyndahandriti um ástarsamband Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttir, byggt á bók Jónínu „Við Jóhanna“ sem kom út árið 2013. Vonar Ísold að hér sé um að ræða mikilvægt innlegg inn í hinseginsögu Íslands, enda mun dregin upp mynd af lífi sem fjöldi hinsegin fólks þess tíma þekkti svo ógnarvel: að lifa í felum og upplifa djúpstæða og sára skömm á eigin lífi og löngunum. Þá leikstýrir Ísold um þessar mundir heimildaþáttaröðinni „Turninn“, harmssögu um skelfilega atburði á Landakotshæð, sem sýnd verður á RÚV á næsta ári. Nýlega frumsýndi Ísold upplifunarmyndverk hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur við Aðalstræti sem byggir á gömlum ljósmyndum og varpar ljósi á lífið í þorpinu Reykjavík um aldamótin 1900. Ísold hefur setið í stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra, verið stjórnarmeðlimur Bíó Paradísar og lagt Listaháskóla Íslands lið sem ráðgjafi við stofnun nýrrar kvikmyndadeildar. Þá hefur Ísold sinnt kennslu í kvikmyndagerð, haldið fyrirlestra og setið í ótal dómnefndum. Hún hefur á stundum, auk leikstjórnar og handritagerðar, starfað sem klippari og framleiðandi, en meðal annars tók hún þátt í að klippa Svona fólk, sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að útnefningin sé heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hafi skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. „Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, gerði grein fyrir vali ráðsins á Ísold. Listakonunni var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og verðlaunafé og hljómsveitin Los Bomboneros flutti nokkur vel valin lög við tilefnið. Ísold er fædd árið 1975 og ólst upp í Reykjavík, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hún flutti til New York árið 2001 og hóf nám hjá Tisch School of the Arts en að námi loknu hóf hún störf við klippingu heimildamynda þar í borg, samhliða sköpun eigin verka, aðallega stuttmynda, sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Árið 2008 hóf hún meistaranám í handritagerð og leikstjórn við Columbia háskóla í New York og útskrifaðist með láði vorið 2011. Klippa: Andið eðlilega - sýnishorn Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega var frumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíð árið 2018, en þar var Ísold valin besti leikstjóri í flokki alþjóðlegra leikinna kvikmynda. Í kjölfarið hefur Andið eðlilega verið sýnd um allan heim og hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, m.a. FIPRESCI verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda á Gautaborgarhátíðinni, auk þess að vera útnefnd af BFI (British Film Institute) sem eitt þeirra verka eftir kvikmyndaleikstýru sem álitið er “must-see”. Andið eðlilega var tilnefnd til níu Eddu verðlauna og var sýnd um allan heim, m.a. á Netflix streymisveitunni. Ísold hefur leikstýrt fjórum stuttmyndum; Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar unnu til verðlauna víða um heim og voru sýndar á hundruðum hátíða; svo sem á Sundance og Telluride, auk Lincoln Center og á MoMA safninu í New York. Í verkum sínum fjallar Ísold gjarnan um fólk á jaðrinum, mannlegan breyskleika og ósjaldan um konur í krísu. Hún hefur lagt megináherslu á samfélagsleg viðfangsefni á borð við flóttamannamál, fátækt, fíkn og hinsegin sögur. Um þessar mundir vinnur Ísold að kvikmyndahandriti um ástarsamband Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttir, byggt á bók Jónínu „Við Jóhanna“ sem kom út árið 2013. Vonar Ísold að hér sé um að ræða mikilvægt innlegg inn í hinseginsögu Íslands, enda mun dregin upp mynd af lífi sem fjöldi hinsegin fólks þess tíma þekkti svo ógnarvel: að lifa í felum og upplifa djúpstæða og sára skömm á eigin lífi og löngunum. Þá leikstýrir Ísold um þessar mundir heimildaþáttaröðinni „Turninn“, harmssögu um skelfilega atburði á Landakotshæð, sem sýnd verður á RÚV á næsta ári. Nýlega frumsýndi Ísold upplifunarmyndverk hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur við Aðalstræti sem byggir á gömlum ljósmyndum og varpar ljósi á lífið í þorpinu Reykjavík um aldamótin 1900. Ísold hefur setið í stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra, verið stjórnarmeðlimur Bíó Paradísar og lagt Listaháskóla Íslands lið sem ráðgjafi við stofnun nýrrar kvikmyndadeildar. Þá hefur Ísold sinnt kennslu í kvikmyndagerð, haldið fyrirlestra og setið í ótal dómnefndum. Hún hefur á stundum, auk leikstjórnar og handritagerðar, starfað sem klippari og framleiðandi, en meðal annars tók hún þátt í að klippa Svona fólk, sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira