Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 18:56 Tveir yfirmenn Plastgerðar Suðurnesja voru dæmdir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi vegna banaslyss sem varð árið 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár. Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár.
Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira