Óskar Hrafn: Ekkert grín að koma Valsmönnum í kaðlana Árni Jóhannsson skrifar 16. júní 2022 22:52 Óskar Hrafn gat verið ánægður þrátt fyrir tap Vísir/Vilhelm Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var að sjálfsögðu ekki ánægður með úrslitin en hann var ánægður með frammistöðuna og var á því að hann væri ekki í þessu til að finna sökudólga. Hans menn töpuðu í fyrsta sinn í sumar fyrir Val 3-2 en úrslitin réðust í uppbótatíma. Blikar lentu 2-0 undir en unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu metin í 2-2. Óskar var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru eftir að Blikar töpuðu fyrsta leik sínum í sumar. „Ég er bara stoltur af liðinu. Þetta frábær leikur hjá okkur en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir í fyrri hálfleik en liðið sýndi frábæran karakter. Það er ekkert grín að koma Valsmönnunum í kaðlana þegar þeir eru komnir 2-0 yfir en við gerðum það svo sannarlega. Mér fannst við vera með leikinn í lokin en þeir eru með gæði og refsuðu okkur. Ég hef áður talað um það að það skiptir ekki máli hvernig leikir enda, í grunnin er það frammistaðan sem skiptir máli. Ég hef verið fúll með sigurleiki hjá okkur en ég get ekkert annað en verið gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu og með svona frammistöðu þá hefur þú ekkert áhyggjur af því sem kemur á eftir.“ „Það tók okkur smá tíma að finna taktinn í upphafi leiks en ég er ánægður með kraftinn og karakterinn í liðinu eftir að hafa komið okkur í holu í fyrri hálfleik. Það var enginn að fara taplaust í gegnum þetta tímabil. Einn sigur eða tap til og frá skipta á endanum ekki máli. Við fórum ekki of hátt á sigurgöngunni og við munum ekki fara í einhverja djúpa dali þótt við töpum einum leik.“ Óskar var þá spurður hvort mörkin sem liðið fékk á sig trufluðu hann eitthvað fyrst að frammistaðan var honum að skapi. „Já og nei. Sýndu mér mark sem hefur ekki orðið til eftir mistök. Það er hægt að greina allt og finna sökudólga hér og þar. Við spilum á ákveðinn hátt og því miður þá er það þannig að í síðustu tveimur leikjum á móti Val þá hafa þeir refsað okkur og fengið mjög þægileg mörk. Annað markið var mjög gott og þriðja líka. Við vorum komnir mjög hátt og ætluðum að vinna leikinn, sérfræðingarnir geta greint þetta og fundið einhverja sökudólga en það eru ekki við. Við erum ekki að finna sökudólga í hverju einasta atriði leiksins. „Við vinnum saman og töpum saman. Skorum mörkin saman og ég á alveg eins jafn mikinn þátt í þessu og hver annar enda gengur það ekki að lússkoða öll atriði sem fara á móti þér. Það er bara áfram gakk. Ég er virkilega ánægður með þennan leik og fannst hann virkilega góður. Þannig er það bara.“ Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. 16. júní 2022 22:15 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Óskar var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru eftir að Blikar töpuðu fyrsta leik sínum í sumar. „Ég er bara stoltur af liðinu. Þetta frábær leikur hjá okkur en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir í fyrri hálfleik en liðið sýndi frábæran karakter. Það er ekkert grín að koma Valsmönnunum í kaðlana þegar þeir eru komnir 2-0 yfir en við gerðum það svo sannarlega. Mér fannst við vera með leikinn í lokin en þeir eru með gæði og refsuðu okkur. Ég hef áður talað um það að það skiptir ekki máli hvernig leikir enda, í grunnin er það frammistaðan sem skiptir máli. Ég hef verið fúll með sigurleiki hjá okkur en ég get ekkert annað en verið gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu og með svona frammistöðu þá hefur þú ekkert áhyggjur af því sem kemur á eftir.“ „Það tók okkur smá tíma að finna taktinn í upphafi leiks en ég er ánægður með kraftinn og karakterinn í liðinu eftir að hafa komið okkur í holu í fyrri hálfleik. Það var enginn að fara taplaust í gegnum þetta tímabil. Einn sigur eða tap til og frá skipta á endanum ekki máli. Við fórum ekki of hátt á sigurgöngunni og við munum ekki fara í einhverja djúpa dali þótt við töpum einum leik.“ Óskar var þá spurður hvort mörkin sem liðið fékk á sig trufluðu hann eitthvað fyrst að frammistaðan var honum að skapi. „Já og nei. Sýndu mér mark sem hefur ekki orðið til eftir mistök. Það er hægt að greina allt og finna sökudólga hér og þar. Við spilum á ákveðinn hátt og því miður þá er það þannig að í síðustu tveimur leikjum á móti Val þá hafa þeir refsað okkur og fengið mjög þægileg mörk. Annað markið var mjög gott og þriðja líka. Við vorum komnir mjög hátt og ætluðum að vinna leikinn, sérfræðingarnir geta greint þetta og fundið einhverja sökudólga en það eru ekki við. Við erum ekki að finna sökudólga í hverju einasta atriði leiksins. „Við vinnum saman og töpum saman. Skorum mörkin saman og ég á alveg eins jafn mikinn þátt í þessu og hver annar enda gengur það ekki að lússkoða öll atriði sem fara á móti þér. Það er bara áfram gakk. Ég er virkilega ánægður með þennan leik og fannst hann virkilega góður. Þannig er það bara.“
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. 16. júní 2022 22:15 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Leik lokið: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. 16. júní 2022 22:15