Enski boltinn

Lög­reglan vill fram­lengja gæslu­varð­hald Greenwood

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mason Greenwood.
Mason Greenwood. Ash Donelon/Getty Images

Í næstu viku mun lögreglan í Manchester fara fram á að gæsluvarðhald Mason Greenwood verði framlengt. Hann er grunaður um að beita þáverandi kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Greenwood ku hafa gengið í skrokk á henni, brotið á henni kynferðislega og hótað að drepa hana.

Á vef The Mirror í dag kemur fram lögreglan vilji framlengja gæsluvarðhald þessa fyrrverandi leikmanns Manchester United þar sem rannsókn er enn í gangi. 

Lögreglan mun fara með mál sitt fyrir dómara í næstu viku en Greenwood verður ekki á staðnum. Sömuleiðis verða engir fjölmiðlar á staðnum.

Í viðtali The Mirror við lögreglu á Manchester-svæðinu kom fram að farið verði með málið fyrir dómara þann 23. júní næstkomandi. Þá kemur næsta skref málsins í ljós.

Nýverið fóru orðrómar á kreik að búið væri að dæma í málinu og Greenwood væri laus allra mála. Það reyndust hinar mestu falsfregnir og er hann í dag hvergi nálægt leikmannahóp Man United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×