Fótbolti

Hannes Þór semur við Íslandsmeistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson er genginn til liðs við Víking. Þar hittir hann fyrir fyrrum samherja sinn í landsliðinu, Kára Árnason, en Kári er yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum.
Hannes Þór Halldórsson er genginn til liðs við Víking. Þar hittir hann fyrir fyrrum samherja sinn í landsliðinu, Kára Árnason, en Kári er yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum. Getty

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur tekið fram hanskana að nýju og er genginn til liðs við Íslandsmeistara Víkings.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Víkings. Hannes þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum, enda einn albesti markvörður sem við höfum átt. Hannes er þessa stundina með Kára Árnasyni og fleirum á Spáni í brúðkaupi Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Hannes lék seinast fyrir Valsmenn hér á Íslandi eftir um það bil áratug í atvinnumennsku. Þá er Hannes leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, en hann á 77 leiki fyrir A-landsliðið. Með íslenska landsliðinu fór Hannes á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018, en frægast er líklega þegar hann varði vítaspyrnu frá Messi í 1-1 jafntefli Íslands gegn Argentínu á HM 2018.

Hannes hefur nú ákveðið að vera Víkingum innan handar eftir að aðalmarkvörður liðsins, Ingvar Jónsson, meiddist í landsliðsverkefni á dögunum. Uggi Auðunsson, markvörður 2. flokks Víkings er fótbrotinn og því hefur félagið fengið undanþágu til þess að semja við markvörð í ljósi aðstæðna.

Í yfirlýsingu Víkinga kemur þó fram að Þórður Ingason taki við keflinu af Ingvari á milli stanganna, en Hannes verður til takst ef þörf verður á fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, Bestu-deildinni og Mjólkurbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×