Ferðaðist til Kaupmannahafnar til að skila orðu afa síns til drottningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 19:34 Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, skilaði Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður aftur til Danadrottningar. Samsett Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gerði sér sérstaka ferð, í tilefni 17. júní, frá Helsingborg til Kaupmannahafnar til að skila Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður. Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022 Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022
Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira