„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 21:31 Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, lét af störfum í dag eftir fjóra áratugi hjá skólanum. Skapti Hallgrímsson Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans í dag að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum, enda væru lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02