Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 15:20 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Samsett Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. „Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
„Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira