Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 15:20 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Samsett Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. „Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira