Fótbolti

Eru Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson að taka við FH?

Árni Jóhannsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen verður næsti aðalþjálfari FH samkvæmt heimildum Vísis
Eiður Smári Guðjohnsen verður næsti aðalþjálfari FH samkvæmt heimildum Vísis Getty/Marc Atkins

Heimildir Vísis herma að Eiður Smári Guðjohnsen muni taka við þjálfarastöðunni hjá FH eftir að Ólafur Jóhannesson lét af störfum í síðustu viku. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson.

Eiður Smári þekkir ágætlega til í Kaplakrika en árið 2020 tók hann, ásamt Loga Ólafssyni, við þjálfun FH eftir að Ólafur Kristjánsson söðlaði um og fór til Esbjerg í Danmörku. Undir stjórn þeirra endaði FH í öðru sæti deildarinnar sem var þó ekki hætt vegna Covid-19 faraldursins.

Samkvæmt sömu heimildum þá mun Sigurvin Ólafsson vera Eiði Smára til aðstoðar en hann er sem stendur aðstoðarþjálfari KR og aðalþjálfari KV. 

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir

Ólafur Jóhannesson rekinn frá FH

Ólafi Jóhannessyni hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari FH eftir að liðinu mistókst að vinna enn einn leikinn í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×