Alls bárust 117 tilkynningar um ofbeldisbrot í maí til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði á milli mánaða og fóru úr 75 tilkynningum í apríl niður í 57 í maí. Stórfelld fíkniefnabrot voru 11 talsins í maí og er það aukning á milli mánaða, þessa aukningu má rekja til aðgerða lögreglu í tveimur umfangsmiklum rannsóknum á amfetamínframleiðslu.
Mánaðarskýrslu LRH má nálgast hér.