Draymond með skýr skilaboð: „Sigurvegarar sigra og þegið þið svo“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 08:31 Draymond Green kann að fagna. Thearon W. Henderson/Getty Images Draymond Green, leikmaður NBA meistara Golden State Warriors, er ekki allra. Hann er með munninn fyrir neðan nefið og elskar að láta gamminn geisa. Gerði hann nákvæmlega það er Warriors fögnuðu titlinum með stuðningsfólki sínu á mánudag. Golden State Warriors landaði sínum fjórða NBA meistaratitli á síðustu átta árum er liðið lagði Boston Celtics í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar á föstudaginn var. Á mánudag fagnaði Warriors-liðið með skrúðgöngu og öllu tilheyrandi. Þar fór hinn 32 ára gamli Draymond vægast sagt mikinn en hann hefur verið í lykilhlutverki í öllum fjórum sigrum Golden State á undanförnum átta árum. So just rude and wave? — Draymond Green (@Money23Green) June 20, 2022 „Ég sagði ykkur að þið ættuð ekki að leyfa okkur að vinna meistaratitil. Ég varaði ykkur við en það gat greinilega enginn stöðvað okkur. Ég ætla því bara að halda áfram að rústa fólki á Twitter eins og ég hef verið að gera. Ég elska þennan hóp,“ sagði Draymond í ræðu sinni. Undir lok ræðu sinnar þá þakkaði Draymond fyrir sig en gat þó ekki endað nema á sinn einstaka hátt: „Eins og alltaf, megi allir aðrir fara fjandans til“ (e. like always, f*** everybody else). "And as always, f--k everybody else" Draymond letting us all know what it is pic.twitter.com/62wH7apGcv— Bleacher Report (@BleacherReport) June 20, 2022 Draymond var ekki búinn að tjá sig og segja má að hann hafi orðið óheflaðri eftir því sem leið á skrúðgöngu og fagnaðarlæti dagsins. „Þetta er það sem við gerum, við vinnum. Sigurvegarar vinna. Ekki reyna að skilja það, ekki reyna að greina það, ekki reyna láta það snúast um fjölda stiga. Sigurvegarar sigra, þannig er það. a public service announcement from Draymond Green: pic.twitter.com/IOcpoO4C96— Rob Perez (@WorldWideWob) June 20, 2022 „Ég hef sagt allt sem þarf að segja. Þegið þið nú, ég sagði það – þegið þið. Punktur.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Golden State NBA meistari árið 2022 Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022. 17. júní 2022 08:02 Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. 17. júní 2022 10:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Golden State Warriors landaði sínum fjórða NBA meistaratitli á síðustu átta árum er liðið lagði Boston Celtics í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar á föstudaginn var. Á mánudag fagnaði Warriors-liðið með skrúðgöngu og öllu tilheyrandi. Þar fór hinn 32 ára gamli Draymond vægast sagt mikinn en hann hefur verið í lykilhlutverki í öllum fjórum sigrum Golden State á undanförnum átta árum. So just rude and wave? — Draymond Green (@Money23Green) June 20, 2022 „Ég sagði ykkur að þið ættuð ekki að leyfa okkur að vinna meistaratitil. Ég varaði ykkur við en það gat greinilega enginn stöðvað okkur. Ég ætla því bara að halda áfram að rústa fólki á Twitter eins og ég hef verið að gera. Ég elska þennan hóp,“ sagði Draymond í ræðu sinni. Undir lok ræðu sinnar þá þakkaði Draymond fyrir sig en gat þó ekki endað nema á sinn einstaka hátt: „Eins og alltaf, megi allir aðrir fara fjandans til“ (e. like always, f*** everybody else). "And as always, f--k everybody else" Draymond letting us all know what it is pic.twitter.com/62wH7apGcv— Bleacher Report (@BleacherReport) June 20, 2022 Draymond var ekki búinn að tjá sig og segja má að hann hafi orðið óheflaðri eftir því sem leið á skrúðgöngu og fagnaðarlæti dagsins. „Þetta er það sem við gerum, við vinnum. Sigurvegarar vinna. Ekki reyna að skilja það, ekki reyna að greina það, ekki reyna láta það snúast um fjölda stiga. Sigurvegarar sigra, þannig er það. a public service announcement from Draymond Green: pic.twitter.com/IOcpoO4C96— Rob Perez (@WorldWideWob) June 20, 2022 „Ég hef sagt allt sem þarf að segja. Þegið þið nú, ég sagði það – þegið þið. Punktur.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Golden State NBA meistari árið 2022 Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022. 17. júní 2022 08:02 Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. 17. júní 2022 10:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Golden State NBA meistari árið 2022 Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022. 17. júní 2022 08:02
Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. 17. júní 2022 10:31
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum