Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 14:30 Börsungar vilja ólmir halda franska vængmanninn. David S. Bustamante/Getty Images Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira