Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 13:45 Sigurvin Ólafsson kom KV upp um tvær deildir. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld. HILMAR ÞÓR NORÐFJÖRÐ Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV. Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“
Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti