O´Neal yngri í nýliðavalinu: Æfði með Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 15:01 Feðgarnir á góðri stundu. Tiffany Rose/Getty Images Shareef O‘Neal, sonur hins goðsagnakennda Shaquille O‘Neal, er meðal þeirra leikmanna sem verða í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fer í nótt. O‘Neal yngri æfði með liðinu sem faðir hans er hvað þekktastur fyrir að spila með. Shaquille O‘Neal, eða einfaldlega Shaq eins og hann er nær alltaf kallaður, er í dag meðal þeirra sem fjalla um NBA deildina Vestanhafs. Hinn fimmtugi Shaq er af mörgum talinn einn besti miðherji sögunnar og lék með Los Angeles Lakers frá 1996-2004. Varð hann þrívegis meistari með liðinu en Shaq og Kobe Bryant heitinn voru eitt besta tvíeyki sem deildin hafði séð. Eftir dvöl sína í Los Angeles fór Shaq til Miami Heat, þar sem hann bætti fjórða meistaratitlinum í safnið, og þaðan til Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og loks Boston Celtics áður en skórnir fóru upp í hillu. Hinn 22 ára gamli Shareef O‘Neal hefur glímt við hjartavandamál og fór í aðgerð árið 2020 sem talin er hafa bjargað lífi hans. Síðan þá hefur hann ekki spilað jafn mikið og áður í háskólaboltanum en er samt sem áður skráður til leiks í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá æfði hann með Lakers í aðdraganda valsins. Working out for the #LakeShow today: Shareef O Neal@SSJreef x @LSUBasketball pic.twitter.com/aItpdk4hND— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 21, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann fetar í fótspor föður síns með því að spila fyrir Lakers eða þá mögulega eitt af hinum fimm liðunum sem Shaq spilaði fyrir en O‘Neal eldri hóf ferilinn í Orlando. Körfubolti NBA Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Shaquille O‘Neal, eða einfaldlega Shaq eins og hann er nær alltaf kallaður, er í dag meðal þeirra sem fjalla um NBA deildina Vestanhafs. Hinn fimmtugi Shaq er af mörgum talinn einn besti miðherji sögunnar og lék með Los Angeles Lakers frá 1996-2004. Varð hann þrívegis meistari með liðinu en Shaq og Kobe Bryant heitinn voru eitt besta tvíeyki sem deildin hafði séð. Eftir dvöl sína í Los Angeles fór Shaq til Miami Heat, þar sem hann bætti fjórða meistaratitlinum í safnið, og þaðan til Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og loks Boston Celtics áður en skórnir fóru upp í hillu. Hinn 22 ára gamli Shareef O‘Neal hefur glímt við hjartavandamál og fór í aðgerð árið 2020 sem talin er hafa bjargað lífi hans. Síðan þá hefur hann ekki spilað jafn mikið og áður í háskólaboltanum en er samt sem áður skráður til leiks í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá æfði hann með Lakers í aðdraganda valsins. Working out for the #LakeShow today: Shareef O Neal@SSJreef x @LSUBasketball pic.twitter.com/aItpdk4hND— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 21, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann fetar í fótspor föður síns með því að spila fyrir Lakers eða þá mögulega eitt af hinum fimm liðunum sem Shaq spilaði fyrir en O‘Neal eldri hóf ferilinn í Orlando.
Körfubolti NBA Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira