Alexandra, sem kom á láni til Breiðabliks til í maí til að vera í sem bestu leikformi á EM, ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins nýverið. Hún er, líkt og alþjóð, gríðarlega spennt fyrir Evrópumótinu sem hefst þann 6. júlí.
„Við erum svo sem ekkert búnar að setja markmið fyrir EM. Hingað til höfum við verið að spila leiki í undankeppni HM og við erum með okkar markmið þar. Svo er fundur þar sem við förum betur í hvaða markmið við setjum okkur á EM.“
„Ég myndi vilja sjá okkur fara upp úr riðlinum. Gæti alveg trúað að við séum allar að stefna á það. Við erum alveg með lið í það,“ sagði Alexandra um hennar eigin markmið.
„Ég kom heim og náði níu leikjum með Breiðablik, myndi segja að ég væri í fínu formi. Fer svo aftur út eftir Evrópumótið,“ bætti þessi öflugi miðjumaður við.
Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi.
„Við eigum að geta unnið öll þessi lið en jú við setjum þá kröfur á okkur að vinna Ítalíu og Belgíu. Á okkar besta degi getum við svo alveg tekið Frakkland.“
„Mjög gott. Mjög efnilegt og góð blanda af ungum og eldri leikmönnum þannig ég hef allavega mikla trú á okkur,“ sagði Alexandra að endingu.