„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2022 19:18 Bíll þeirra feðga. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV. Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV.
Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira