Valskonur og Blikar höfðu heppnina með sér Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 11:23 Breiðablik og Valur leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ísland á tvo fulltrúa þar sem Besta deildin er í hópi 16 bestu deilda Evrópu á styrkleikalista UEFA. vísir/diego Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þar leika einnig nokkur Íslendingalið. Nú er verið að draga í riðla. Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Sjá meira
Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Sjá meira