Sara er spennt fyrir uppbyggingunni hjá Juve: „Eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. júní 2022 20:30 Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við ítalska stórliðið Juventus í dag. Filippo Alfero - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Landsliðskonana Sara Björk Gunnarsdóttir samdi í morgun við ítalska stórliðið Juventus til tveggja ára. Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira
Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus
Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira
Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30
„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31
Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti