Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.

Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt í málinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. 

Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsi til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt í kórónuveirufaraldrinum og muni halda áfram að ferðast innanlands í auknum mæli.

Þá heimsækir Magnús Hlynur einu garðyrkjustöðina á Snæfellsnesi og smakkar þar æt blóm. Við verðum loks í beinni útsendingu frá listahátíðinni Fringe festival, þar sem kennt hefur ýmissa grasa um helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×