Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fá eitt annað tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@sarasigmunds og @katrintanja Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna. CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna.
CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira