„Frá Sviss“ hverfur af umbúðum Toblerone Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2022 08:31 Framleiðsla á Toblerone-súkkulaði hófst af Tobler-fjölskyldunni í svissnesku höfuðborginni Bern árið 1908. Getty Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum. Vegna hinnar nýju verksmiðju í Slóvakíu mun framleiðandi þessa vinsæla súkkulaðis þurfa að fjarlægja textann um að varan komi „frá Sviss“ (e. „of Switzerland“), en til að fá að flagga slíku þurfa framleiðslustaðir vörunnar, lögum samkvæmt, allir að vera landinu. Framleiðsla á Toblerone-súkkulaði hófst af Tobler-fjölskyldunni í svissnesku höfuðborginni Bern árið 1908. Súkkulaðið, sem er þríhyrningslaga og á þannig að minna neytendur á svissneska alpatoppa, hefur svo verið framleitt í Bern æ síðan. Var það fjallið Matterhorn sem veitii Tobler-fjölskyldunni innblástur fyrir lögun súkkulaðisins. Toblerone er nú í eigu bandaríska sælgætisrisans Mondelez og er ætlunin með hinni nýju verksmiðju í Slóvakíu að mæta aukinni eftirspurn. Áfram verði þó fjárfest í hinni upprunalegu verksmiðju í Bern. Mondelez rekur nú þegar verksmiðjur í Slóvakíu þar sem Milka og Suchard súkkulaði er framleitt. Framleiðandinn segir að breytingar verði gerðar á orðalaginu á umbúðum Toblerone frá og með næsta ári, og verði súkkulaðinu framvegis lýst þannig að það eigi „uppruna sinn í Sviss“. Sviss Sælgæti Slóvakía Höfundarréttur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vegna hinnar nýju verksmiðju í Slóvakíu mun framleiðandi þessa vinsæla súkkulaðis þurfa að fjarlægja textann um að varan komi „frá Sviss“ (e. „of Switzerland“), en til að fá að flagga slíku þurfa framleiðslustaðir vörunnar, lögum samkvæmt, allir að vera landinu. Framleiðsla á Toblerone-súkkulaði hófst af Tobler-fjölskyldunni í svissnesku höfuðborginni Bern árið 1908. Súkkulaðið, sem er þríhyrningslaga og á þannig að minna neytendur á svissneska alpatoppa, hefur svo verið framleitt í Bern æ síðan. Var það fjallið Matterhorn sem veitii Tobler-fjölskyldunni innblástur fyrir lögun súkkulaðisins. Toblerone er nú í eigu bandaríska sælgætisrisans Mondelez og er ætlunin með hinni nýju verksmiðju í Slóvakíu að mæta aukinni eftirspurn. Áfram verði þó fjárfest í hinni upprunalegu verksmiðju í Bern. Mondelez rekur nú þegar verksmiðjur í Slóvakíu þar sem Milka og Suchard súkkulaði er framleitt. Framleiðandinn segir að breytingar verði gerðar á orðalaginu á umbúðum Toblerone frá og með næsta ári, og verði súkkulaðinu framvegis lýst þannig að það eigi „uppruna sinn í Sviss“.
Sviss Sælgæti Slóvakía Höfundarréttur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira