Sakaður um að deila ríkisleyndarmálum með fjölskyldunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2022 11:22 Lars Findsen var nafngreindur vegna málsins í janúar á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Lars Findsen, fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, er sakaður um að hafa deilt ríkisleyndarmálum með nánum ættingjum hans, þar á meðal móður, bróður og kærustu. Sérfræðingur telur málið byggt á veikum grunni Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi.
Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58
Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01