Sakaður um að deila ríkisleyndarmálum með fjölskyldunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2022 11:22 Lars Findsen var nafngreindur vegna málsins í janúar á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Lars Findsen, fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, er sakaður um að hafa deilt ríkisleyndarmálum með nánum ættingjum hans, þar á meðal móður, bróður og kærustu. Sérfræðingur telur málið byggt á veikum grunni Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi.
Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58
Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01