Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 08:40 Kassar með lyfinu mifepristone sem í daglegu tali er kallað þungunarrofspillan. AP/Allen G. Breed Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23