Alfons lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt, en þeir Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason byrjuðu báðir á varamannabekknum hjá Vålerenga. Viðar Örn kom þó inn af bekknum á 67. mínútu.
Það voru hins vegar gestirnir í Bodø/Glimt sem fögnuðu sigri eftir að Ulrik Saltnes skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Noregsmeistarar Bodø/Glimt eru því á leið í 16-liða úrslit norsku bikarkeppninnar, en Vålerenga situr eftir með sárt ennið.