Atlanta Hawks náði í stjörnuleikmann San Antonio Spurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 07:30 Dejounte Murray átti mjög gott tímabil með San Antonio Spurs og var valinn í Stjörnuleikinn í fyrsta sinn. Getty/Sean Gardner Dejounte Murray er kominn til Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta eftir leikmannaskipti Hawks og San Antonio Spurs. Þetta eru stærstu leikmannaskiptin í sumar. Murray var allt annað en ókeypis fyrir Atlanta menn því Spurs tók til baka ítalska landsliðsmanninn Danilo Gallinari auk þriggja valrétta úr fyrstu umferð en þeir eru frá 2023, 2025 og 2027. Félögin skipta einnig á valrétti árið 2026. Breaking: Spurs are trading Dejounte Murray to Atlanta for Danilo Gallinari, three first-round draft picks and a draft swap, per @ShamsCharania pic.twitter.com/4z0o0zitvu— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Atlanta Hawks ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili eftir að hafa dottið snemma út úr úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Dejounte Murray komst í stjörnuleikinn á síðasta tímabili eftir mjög gott tímabil með Spurs þar sem hann var með 21,1 stig, 9,2 stoðsendingar, 8,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með þrettán þrennur sem var nýtt félagmet hjá San Antonio á einu tímabili. Spurs since Tim Duncan retired in 2016: Traded Kawhi Leonard Manu Ginobili retired Lost Tony Parker in free agency Cut LaMarcus Aldridge Traded DeMar DeRozan Traded Dejounte Murray pic.twitter.com/RgNm3gn7jj— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Hinn 25 ára gamli Murray myndar nú mjög spennandi bakvarðartvíeyki með Trae Young sem hefur farið á kostum síðustu ár. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu NBA þar sem tveir leikmenn spila saman eftir að hafa verið með að minnsta kosti 20 stig og 8 stoðsendingar í leik tímabilið á undan. Murray fær 16,6 milljónir dollara fyrir komandi tímabili eða 2,2 milljarða króna en samningur hans rennur út árið 2024. Hinn 33 ára gamli Gallinari var með 11,7 stig og 4,7 fráköst í leik á síðustu leiktíð. Hann fær 21,5 milljón dollara fyrir komandi tímabil eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Trae Young and Dejounte Murray will be the 1st pair of teammates in NBA history who each averaged 20 points per game and 8 assists per game in the previous season.h/t @EliasSports pic.twitter.com/g20OEY1MPd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2022 NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Murray var allt annað en ókeypis fyrir Atlanta menn því Spurs tók til baka ítalska landsliðsmanninn Danilo Gallinari auk þriggja valrétta úr fyrstu umferð en þeir eru frá 2023, 2025 og 2027. Félögin skipta einnig á valrétti árið 2026. Breaking: Spurs are trading Dejounte Murray to Atlanta for Danilo Gallinari, three first-round draft picks and a draft swap, per @ShamsCharania pic.twitter.com/4z0o0zitvu— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Atlanta Hawks ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili eftir að hafa dottið snemma út úr úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Dejounte Murray komst í stjörnuleikinn á síðasta tímabili eftir mjög gott tímabil með Spurs þar sem hann var með 21,1 stig, 9,2 stoðsendingar, 8,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með þrettán þrennur sem var nýtt félagmet hjá San Antonio á einu tímabili. Spurs since Tim Duncan retired in 2016: Traded Kawhi Leonard Manu Ginobili retired Lost Tony Parker in free agency Cut LaMarcus Aldridge Traded DeMar DeRozan Traded Dejounte Murray pic.twitter.com/RgNm3gn7jj— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Hinn 25 ára gamli Murray myndar nú mjög spennandi bakvarðartvíeyki með Trae Young sem hefur farið á kostum síðustu ár. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu NBA þar sem tveir leikmenn spila saman eftir að hafa verið með að minnsta kosti 20 stig og 8 stoðsendingar í leik tímabilið á undan. Murray fær 16,6 milljónir dollara fyrir komandi tímabili eða 2,2 milljarða króna en samningur hans rennur út árið 2024. Hinn 33 ára gamli Gallinari var með 11,7 stig og 4,7 fráköst í leik á síðustu leiktíð. Hann fær 21,5 milljón dollara fyrir komandi tímabil eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Trae Young and Dejounte Murray will be the 1st pair of teammates in NBA history who each averaged 20 points per game and 8 assists per game in the previous season.h/t @EliasSports pic.twitter.com/g20OEY1MPd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2022
NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira