Kara hvetur fólk til að gera betur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. júlí 2022 12:31 Kara hvetur fylgjendur sína til þess að gera betur. Aðsent/Skjáskot Kara Kristel Signýjardóttir er förðunarfræðingur, móðir og áhrifavaldur með meiru. Hún er með stóran fylgjendahóp og hefur nú nýverið fjallað um skaðsemi tískuiðnaðarins á Instagram og gert tilraun til þess að ýta undir umhverfisvænni neyslumynstur hjá fylgjendum sínum. Umfjöllunina kallar Kara „Gerum betur“ en hún segir kveikjuna að umræðuefninu hafa verið uppsafnaðan pirring gagnvart auglýsingum áhrifavalda og neysluhegðun fólks. Viðbrögð fylgjenda Köru við umfjölluninni voru mikil og komu henni á óvart, fór hún þá á fullt í að lesa sér til um efnið, áhuginn væri greinilega til staðar. Skjáskot af hluta af umræðu á Instagram hjá Köru.Skjáskot „Það eru bara ótrúlega margir greinilega sem vilja vita meira um fast fashion og þannig fór ég sjálf bara að setja saman allskonar um það. Ég er líka bara fín í því, ég er búin að vera að pæla í þessu frekar lengi,“ segir Kara. Hún segist leggja mikið á sig til þess að miðla trúverðugum upplýsingum og segir fólk vera þakklátt fyrir að hún sé að nýta sér sinn miðil. Rannsóknarvinnan geti þó verið ansi niðurdrepandi en hún hafi til dæmis lesið heilu skýrslurnar frá Evrópusambandinu til þess að skyggnast á bakvið tjöldin þegar kemur að framleiðsluferli fatnaðar. „Þessi offramleiðsla fer bara úr böndunum við ömurlegar aðstæður, ofbeldi og barnaþrælkun og engin mannréttindi.“ Notaði höfuðbuff sem pils Kara segir umhverfisvænni hugsunarhátt gagnvart fatakaupum hafa fylgt sér í gegnum árin. Hún segist alltaf hafa verið vandfýsin hvað varðar fataval. „Hef einhvern veginn þróað það með mér að kaupa bara það sem að ég veit að mig langar í. Ég er búin að vera í einhver tíu ár að svona hægt og rólega bara byggja upp minn eigin tímalausa fataskáp, með fötum sem endast og passa við allt og ég get sett ótrúlega mikið af outfitum úr fáum flíkum,“ segir Kara. Kara í úlpuni sem hún fékk að láni áður en hún fjárfesti í sinni eigin.Aðsent Kara leggur áherslu á að fá hluti lánaða til þess að athuga hvort þér líkar flík áður en þú fjárfestir í slíkri en veturinn 2019 til 2020 segist hún hafa fengið lánaða 66° norður úlpu frá pabba vinkonu sinnar. „Einhver svona úlpa sem hann átti í bílskúrnum og ég fékk að hafa hana í einn vetur, eftir það þá keypti ég mína eigin þannig og kannski er ég að fara að lána einhverjum vinum sonar míns þessa úlpu eftir tuttugu ár.“ Kara hvetur fólk til að hugsa sig nokkrum sinnum um þegar það kemur blettur eða gat í flík. Henda flíkinni ekki, sé mögulegt að laga hana og ef til vill nota á annan hátt en upprunalega var ætlað. „Þú þarft ekkert að nota bol sem bol, þú getur alveg notað bol sem pils.“ Hún nefnir sem dæmi að hún hafi notað höfuðbuff sem pils. Fimmtíu ára skírnarkjóll saumaður úr gardínum Samkvæmt Köru er það ekki bara hún sem hugsar svona í fjölskyldunni. Hún segir ömmu sína ekki hafa haft mikið á milli handanna og þegar hafi komið að því að skíra móður Köru hafi amma hennar ekki átt mikinn pening fyrir efni í skírnarkjólinn. Hún hafi þá gripið til þess að sauma skírnarkjól úr gardínuefni þar sem það var mikið ódýrara. Kjóllinn er í dag orðinn fimmtíu ára gamall og hefur hann verið notaður af mörgum fjölskyldumeðlimum þar á meðal Köru og syni hennar. Kara hvetur fólk til að hugsa almennt meira um tískuiðnaðinn og áhrif hans á umhverfið og gera sig grein fyrir því að þó hlutur sé ódýr þá sé það alltaf einhver annar sem borgi fyrir lágan kostnað. Hvort sem það sé náttúran eða einstaklingarnir sem að framleiði fötin. Til hægri, amma Köru með móður hennar í skírnarkjólnum. Niðri, til vinstri, Móðir Köru með Köru í skírnarkjólnum. Uppi, til vinstri, Kara að skíra son sinn í sama skírnarkjól.Aðsent Kara er dugleg að birta myndir af sér í sömu fötunum á samfélagsmiðlum en hún segir að enginn geri athugasemd við það og hún eyði mjög litlum pening í föt. Hvað varðar almenn ráð til þess að kaupa minna af óþarfa fatnaði segir hún: „Ég kaupi ekkert nema ég geti akkúrat „on the spot“ ímyndað mér þrjú mismunandi „scenarios“ og „outfit“ sem ég get notað þessa flík í.“ Hún bætir við að ef þú getir ekki ímyndað þér einhver þrjú „scenarios“ þá eigi maður ekki að kaupa flíkina. Tók sex ár að finna hinn fullkomna leðurjakka Vandfýsni Köru hvað varðar fatakaup kom skýrt fram þegar hana langaði í leðurjakka en hún segir það hafa tekið hana sex ár að finna hinn fullkomna jakka. „Í millitíðinni var ég alltaf að fá leðurjakka í láni frá vinum mínum og eitthvað og alltaf að fara á djammið í einhverjum leðurjökkum sem ég átti aldrei en ég var alltaf svona að leita að þeim leðurjakka sem mig langaði í en ég fann hann aldrei þangað til þarna í Englandi með vinkonu minni.“ Kara í leðurjakkanum sem tók hana sex ár að finna.Aðsent Hún segist fegin að hafa ekki gefist upp á leitinni þangað til hún fann þann eina rétta og segist ætla að eiga jakkann mjög lengi. Þegar Kara er spurð að því hverjar hún myndi óska sér að afleiðingar fræðslunnar og umræðunnar yrðu segist hún vilja „að fólk hugsi sig tvisvar ef ekki þrisvar eða fjórum sinnum um áður en að það kaupir eitthvað bara af því að það er ódýrt eða flott.“ Við getum öll gert betur í þessu,“ segir Kara. Fylgjast má með Köru og umfjöllunum hennar á Instagram, þar sýnir hún meðal annars allskonar leiðir til þess að endurnýta fatnað, til dæmis til listsköpunar. Notendanafnið Köru á Instagram er @karafknkristel Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Umfjöllunina kallar Kara „Gerum betur“ en hún segir kveikjuna að umræðuefninu hafa verið uppsafnaðan pirring gagnvart auglýsingum áhrifavalda og neysluhegðun fólks. Viðbrögð fylgjenda Köru við umfjölluninni voru mikil og komu henni á óvart, fór hún þá á fullt í að lesa sér til um efnið, áhuginn væri greinilega til staðar. Skjáskot af hluta af umræðu á Instagram hjá Köru.Skjáskot „Það eru bara ótrúlega margir greinilega sem vilja vita meira um fast fashion og þannig fór ég sjálf bara að setja saman allskonar um það. Ég er líka bara fín í því, ég er búin að vera að pæla í þessu frekar lengi,“ segir Kara. Hún segist leggja mikið á sig til þess að miðla trúverðugum upplýsingum og segir fólk vera þakklátt fyrir að hún sé að nýta sér sinn miðil. Rannsóknarvinnan geti þó verið ansi niðurdrepandi en hún hafi til dæmis lesið heilu skýrslurnar frá Evrópusambandinu til þess að skyggnast á bakvið tjöldin þegar kemur að framleiðsluferli fatnaðar. „Þessi offramleiðsla fer bara úr böndunum við ömurlegar aðstæður, ofbeldi og barnaþrælkun og engin mannréttindi.“ Notaði höfuðbuff sem pils Kara segir umhverfisvænni hugsunarhátt gagnvart fatakaupum hafa fylgt sér í gegnum árin. Hún segist alltaf hafa verið vandfýsin hvað varðar fataval. „Hef einhvern veginn þróað það með mér að kaupa bara það sem að ég veit að mig langar í. Ég er búin að vera í einhver tíu ár að svona hægt og rólega bara byggja upp minn eigin tímalausa fataskáp, með fötum sem endast og passa við allt og ég get sett ótrúlega mikið af outfitum úr fáum flíkum,“ segir Kara. Kara í úlpuni sem hún fékk að láni áður en hún fjárfesti í sinni eigin.Aðsent Kara leggur áherslu á að fá hluti lánaða til þess að athuga hvort þér líkar flík áður en þú fjárfestir í slíkri en veturinn 2019 til 2020 segist hún hafa fengið lánaða 66° norður úlpu frá pabba vinkonu sinnar. „Einhver svona úlpa sem hann átti í bílskúrnum og ég fékk að hafa hana í einn vetur, eftir það þá keypti ég mína eigin þannig og kannski er ég að fara að lána einhverjum vinum sonar míns þessa úlpu eftir tuttugu ár.“ Kara hvetur fólk til að hugsa sig nokkrum sinnum um þegar það kemur blettur eða gat í flík. Henda flíkinni ekki, sé mögulegt að laga hana og ef til vill nota á annan hátt en upprunalega var ætlað. „Þú þarft ekkert að nota bol sem bol, þú getur alveg notað bol sem pils.“ Hún nefnir sem dæmi að hún hafi notað höfuðbuff sem pils. Fimmtíu ára skírnarkjóll saumaður úr gardínum Samkvæmt Köru er það ekki bara hún sem hugsar svona í fjölskyldunni. Hún segir ömmu sína ekki hafa haft mikið á milli handanna og þegar hafi komið að því að skíra móður Köru hafi amma hennar ekki átt mikinn pening fyrir efni í skírnarkjólinn. Hún hafi þá gripið til þess að sauma skírnarkjól úr gardínuefni þar sem það var mikið ódýrara. Kjóllinn er í dag orðinn fimmtíu ára gamall og hefur hann verið notaður af mörgum fjölskyldumeðlimum þar á meðal Köru og syni hennar. Kara hvetur fólk til að hugsa almennt meira um tískuiðnaðinn og áhrif hans á umhverfið og gera sig grein fyrir því að þó hlutur sé ódýr þá sé það alltaf einhver annar sem borgi fyrir lágan kostnað. Hvort sem það sé náttúran eða einstaklingarnir sem að framleiði fötin. Til hægri, amma Köru með móður hennar í skírnarkjólnum. Niðri, til vinstri, Móðir Köru með Köru í skírnarkjólnum. Uppi, til vinstri, Kara að skíra son sinn í sama skírnarkjól.Aðsent Kara er dugleg að birta myndir af sér í sömu fötunum á samfélagsmiðlum en hún segir að enginn geri athugasemd við það og hún eyði mjög litlum pening í föt. Hvað varðar almenn ráð til þess að kaupa minna af óþarfa fatnaði segir hún: „Ég kaupi ekkert nema ég geti akkúrat „on the spot“ ímyndað mér þrjú mismunandi „scenarios“ og „outfit“ sem ég get notað þessa flík í.“ Hún bætir við að ef þú getir ekki ímyndað þér einhver þrjú „scenarios“ þá eigi maður ekki að kaupa flíkina. Tók sex ár að finna hinn fullkomna leðurjakka Vandfýsni Köru hvað varðar fatakaup kom skýrt fram þegar hana langaði í leðurjakka en hún segir það hafa tekið hana sex ár að finna hinn fullkomna jakka. „Í millitíðinni var ég alltaf að fá leðurjakka í láni frá vinum mínum og eitthvað og alltaf að fara á djammið í einhverjum leðurjökkum sem ég átti aldrei en ég var alltaf svona að leita að þeim leðurjakka sem mig langaði í en ég fann hann aldrei þangað til þarna í Englandi með vinkonu minni.“ Kara í leðurjakkanum sem tók hana sex ár að finna.Aðsent Hún segist fegin að hafa ekki gefist upp á leitinni þangað til hún fann þann eina rétta og segist ætla að eiga jakkann mjög lengi. Þegar Kara er spurð að því hverjar hún myndi óska sér að afleiðingar fræðslunnar og umræðunnar yrðu segist hún vilja „að fólk hugsi sig tvisvar ef ekki þrisvar eða fjórum sinnum um áður en að það kaupir eitthvað bara af því að það er ódýrt eða flott.“ Við getum öll gert betur í þessu,“ segir Kara. Fylgjast má með Köru og umfjöllunum hennar á Instagram, þar sýnir hún meðal annars allskonar leiðir til þess að endurnýta fatnað, til dæmis til listsköpunar. Notendanafnið Köru á Instagram er @karafknkristel
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira