Erlent

Komu í veg fyrir úrskurð sem leyfði þungunarrof í Texas

Bjarki Sigurðsson skrifar
March for Life eru samtök sem berjast gegn þungunarrofi og halda árlega kröfugöngu.
March for Life eru samtök sem berjast gegn þungunarrofi og halda árlega kröfugöngu. EPA/Shawn Thew

Hæstiréttur í Texas-ríki hefur komið í veg fyrir úrskurð undirréttar í ríkinu sem leyfði konum að fara í þungunarrof þrátt fyrir niðurfellingu Roe v Wade.

Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi niður fordæmi Roe v Wade sem tryggði konum rétt til þungunarrofs var uppi mikill vafi í Texas-ríki hvort konur gætu enn farið í þungunarrof. Á fimmtudaginn úrskurðaði dómari í Houston um að konur gætu farið í þungunarrof ekki seinna en í sjöttu viku meðgöngu.

Ríkissaksóknari í Texas, Ken Paxton, skaut málinu til Hæstaréttar Texas sem kom í veg fyrir úrskurðinn. Í hæstarétti eru níu dómarar, allir Repúblikanar.

Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hefur bannað eða set takmarkanir á þungunarrof síðan úrskurður Roe v Wade var felldur niður, til dæmis Alabama, Louisiana og Missouri.


Tengdar fréttir

„Þessu Pro-life fólki er hjartan­lega skítsama um líf barna eftir fæðingu“

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, áréttar að Biblían minnist ekki orði á þungunarrof eða á það hvenær líf hefjist í raun. Hann segir að kristnum mönnum beri að setja sig í spor þeirra þjáðu, sem í tilfelli þungunarrofs séu tilvonandi mæður sem neyðist til að rjúfa þungun.

Búa sig undir slag um þungunar­rof­spillu

Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×