Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en í umfjöllun Sky Sports um málið kemur fram að þessi 37 ára sóknarmaður sé enn hungraður í titla þrátt fyrir að ferillinn sé farinn að nálgast seinni hlutann. Þá rkemur einnig fram að hann telji það ekki mögulegt verði hann áfram á mála hjá United.
Cristiano Ronaldo told Man United he wants to leave this summer as he wants to see more ambition. Man Utd are still hopeful of keeping CR7, but aware of decision. 🚨🇵🇹 #Ronaldo
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 2, 2022
Cristiano has no agreement with any other club. Mendes explored options for weeks and will continue. pic.twitter.com/VRji13zrz0
Ronaldo er einnig sagður hafa áhyggjur af liðið hafi ekki enn verslað leikmenn til að styrkja liðið í sumar. Alls hafa 13 leikmenn yfirgefið félagið frá því að félagsskiptaglugginn opnaði, en ekki einn einasti hefur verið keyptur til liðsins.
Á dögunum gáfu forráðamenn United það út að Ronaldo væri ekki til sölu. Félagið er enn sagt hafa trú á því að stórstjarnan verði um kyrrt, en miðað við þessar fregnir gæti orðið erfitt að halda í þennan markahæsta leikmann sögunnar.